Komin til Kína

Ferðalagið 

Ferðalagið gekk vel. Ég tók fyrst Herjólf upp á fasta landið, síðan var það flug til Frankfurt og þaðan áfram til Shanghai. Flugið var ótrúlega langt en gekk vel. Það var alveg troðið í flugvélinni og voru það aðallega Kínverjar. Þegar komið var á áfangastað gekk innritunin inn í landið áfallalaust. Fyrir utan flugstöðina fékk ég leigubíl á hótelið, þar sem ég ætla að búa næstu tvo mánuði. Hótelið er hreint, með klósetti, internettenginu sem er góð, allavega núna á mínu herbergi. Rúmið er ótrúlega hart, það er eins og að sofa á gólfinu, en annað hvort venst ég því eða ég fer í Ikea og kaupi mér yfirdýnu. Ég var komin á hótelið upp úr hádeginu og var ótrúlega þreytt. Ég svaf lítið í Reykjavík og eins í flugvélinni. En ég ákvað að reyna að halda mér vakandi og skoða aðeins umhverfið þar sem ég ætla að dvelja  næstu mánuði.

Á áfangastað 

Það er allt svo stórt, nema fólkið, það er lítið. Það talar enginn ensku. Ég var með upplýsingar á kínversku frá skólanum sem hjálpuðu algjörlega. Þegar ég var búin að bóka mig á hótelið þá  ákvað ég að fara að fá mér að borða og viti menn matseðilinn var  líka á ensku, ég átti ekki von á því. Ég fékk mér kjúklingarétt og fékk skammt fyrir 4-5 og var hann góður, skemmtilegt að upp í skóla er alltaf mikið verið með allskonar uppskriftir og fyrir nokkrum árum þá vorum við að prófa einhverja rétti með skrýtnum pipar sem Systa tók að sér að redda frá Reykjavík, en rétturinn sem ég fékk hérna fyrsta daginn var einmitt sá kjúklingaréttur. En þegar þjónustustúlkan sá hæfni mína í að borða með prjónum þá kom hún með skeið.

Ég svaf vel á þessari hörðu dýnu, sturtan er góð á hótelinu, nóg af heitu vatni en lítill kraftur á því. Ég ákvað að vera eins og heimamaður og fá mér morgunverð úti á götu. Hér er allt fullt af götusölum sem selja mat sem þeir eru útbúa á götunni. Ég fékk mér einskonar bollu sem var seig með einhverju grænu innan í, fyrsti bitinn var ekki góður, en næsti allt í lagi. Bragðið ekkert svo vont og eftirbragðið mjög gott. Þá var komið að því að fara í leiðangur og var ég með kortið sem skólinn hafði sent mér. Ég byrjaði á því að finna leiðina í skólann. Það gekk vel og núna komst ég af því, hvers vegna ekki var hægt að stytta sér leið, það er vegna þess að það þarf að fara yfir götu. Risa risa risa stóra götu og það er ekki hægt hvar sem er. Ég var hálf smeyk við að fara yfir og endaði með því að elta Kínverja yfir götuna, það eru svo margar akreinar og svo mikið af bílum. En aðeins seinna sá ég hvar voru umferðaljós og ég ætla þar yfir næst. Skólinn er ofboðslega stór og með skemmtilegum garði, þar sem er mikið af trjám. í þessum garði er mjög gott andrúmsloft og maður finnur ekki eins fyrir menguninni sem er ógurleg og er það líklega vegna trjánna. Það var mikið af nemendum í garðinum og tók ég sérstaklega eftir hvernig þeir voru að læra, gengu um og þuldu eins og þeir væru að læra utanbókar. Í háskólagarðinum fann ég búð og ætlaði að kaupa vatn en það sem ég hélt að væri vatn var einhver vítamíndrykkur með mandarínubragði. Frekar illa komið fyrir manni þegar maður þekkir ekki vatn. Fyrr en varir var komið að því að fá sér hádegismat og skoðaði ég hjá götusölunum en ákvað að finna bara einhvern huggulegan matsölustað. Ég valdi einn í fallega bleiku húsi og var vel tekið á móti mér, þjónustustúlkan blabaði eitthvað og ég skildi ekki orð og engar upplýsingar voru á ensku. Hún benti á eitthvað borð og ég skildi það sem svo að í hádeginu væri hlaðborð og leist bara vel á. Ég fékk jasmínte sem er ótrúlega gott hérna og fór svo að fá mér að borða, ég var orðin mjög svöng þrátt fyrir bolluna um morguninn. Hlaðborðið hafði litið vel út í fjarska en það var hlaðið hráu grænmeti og ég fylgi þeirri reglu að borða bara soðið grænmeti í svona fjarlægum löndum. Hænsnalappir og innyfli. En það var líka susi sem ég varð að fá reglan um hrámeti víkur þegar kemur af því og ég fann líka pottrétt sem var í lagi og banana. Þegar ég var orðin södd og ætlaði að fara að borga þá kom þjónustustúlkan með nýjan disk. Ég hugsaði bara, mikið liggur þeim á að fá borðið, en nei þá kom í ljós að máltíðin var rétt að byrja því nú streymdu að kokkar með einhverja pinna sem þeir skáru af fyrir framan mig. Hlaðborðið var einungis forréttur. Ég var orðin södd en smakkaði nú samt sumt af þessum pinnamat sem var virkilega góður.  Einn af réttunum var þó pizza og álegið var kokteilávextir úr dós. Eftir þessa miklu máltíð hélt ég áfram skoðunarferðinni og fór meðal annars í tölvubúð og ég hef aldrei áður komið inn í aðra eins búð og ákvað að fá aðstoð við að versla í fyrsta sinn.

Um kvöldið fórum við 7 saman sem erum í náminu út að borða, virkilega skemmtilegt fólk á öllum aldri (5 norðmenn, 1 finni og ég).  Einn norðmannanna er að kenna við Fudan, talar kínversku og hann pantaði matinn. Við fengum allskonar rétti m.a. snigla en þeir eru settir í edik í skelinni, þannig að maður setur snigilinn upp í sig brýtur skelina af með tönnunum og spýtir. Ekki matasiðir sem við eigum að venjast. Sniglarnir voru ekki góðir. En hinir réttirnir voru ágætir. Ég var því mjög södd þegar ég fór að sofa.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta verður nú meira ævintýrið hjá þér þarna úti.
babelfish.altavista.com segir að vatn = 水

Þetta verður skyldusíða að líta á.
Svandís, Palli og óskírða prinsessan biðja að heilsa.

Jói Kolbeins (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 11:58

2 identicon

það verður gaman að fylgjast með þér kv mamma og hilmar

hilmar kolbeins (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 14:05

3 identicon

Ég ætla að reyna að vera dugleg að skrifa í þessa dagbók. Þetta er reyndar alveg nýtt fyrir mér en tekur ekki svo langan tíma. Ég bið að heilsa öllum. Í dag sá ég barnahnífapör hérna í einni búðinni, það er lítil skeð og prjónar, ferlega sætt.

 Kveðja

Helga Kristín

Helga Kristín (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Stína bloggar frá Kína

Höfundur

Helga Kristín Kolbeins
Helga Kristín Kolbeins
Ég er í námsleyfi og nota það til að ljúka MPA námi mínu við HÍ. Þessa stundina er ég við nám í kínverskum stjórnmálum og stjórnsýslu við Fudan Háskóla í Shanghai.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Jin Mao 88 hæðir
  • Jin Mao hægra megin, hæsta bygging í heimi vinstra megin
  • ...-1_cimg1849
  • Svakalega hátt
  • Hæsta bygging í heim, séð frá 87 hæð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband