Kínversku félagarnir

Í sunnudagskvöld  var ég að spjalla við kínversku félaga mína sem eru með mér á námskeiðinu.
Þeir voru mjög áhugasamir um Ísland og voru mjög uppveðraðir vegna þess að þeir höfðu átt kost á því að hlusta á fyrirlestur forseta okkar hr. Ólafs Ragnars fyrr í mánuðinum. Þeim þótti frábært að þjóðhöfðingi lands skyldi hafa fyrir því að halda fyrirlestur fyrir þau um land og þjóð. Þeir spurðu mikið um forsetann hvort það væri virkilega þannig að hann væri svona alþýðlegur á heimavelli. Þetta sýnir hvað það er mikilvægt fyrir okkar landkynningu að forsetinn fari í eigin persónu á staðinn og kynni land og þjóð, það er greinilega eitthvað sem Kínverjar eiga ekki að venjast. 
Þeir spurðu mikið um hvernig væri að búa í reyklausu landi og hvernig við færum eiginlega að þegar kæmi að eldamennsku. Ég setti inn mynd í Shanghai myndasafnið sem tekin er í mötuneyti skólans. Ég sagði þeim náttúrlega frá raforkunni og hvernig hennar væri aflað og hvað það væri frábært að geta notað rafmagnseldavélar við eldamennsku, ég gat þess ekki að það væri í tísku að vera með gaseldavélar. Þessir kínversku félagar mínir eru allir undir þrítugu og allir einkabörn, foreldrar þeirra hafa fylgt fjölskyldustefnu yfirvalda. Það eru foreldrar þeirra sem borga fyrir námið. Einn pilturinn sagði mér að hann væri úr sveit, foreldrar hans væru hvorki fátækir né ríkir, ynnu báðir hjá ríkinu og þeim væri mikið kappsmál að hann hefði það betra en þau. Hann sagði mér einnig að þar sem hann væri kominn í framhaldsnám þá þyrftu þau ekki lengur að borga skólagjöld, einungis framfærslu sem væri alveg 500 yuan á mánuði (tæpleg 5000 iskr.).  Það er mikil samkeppni til að komast inn í skólann og  er Fudan háskóli með þeim erfiðustu að komast inn í, skólinn er númer þrjú á listanum yfir virtustu háskólana í Kína, hinir tveir eru í Peking. ( 1-2 af hverjum 5 komast yfirleitt inn í háskóla, heimildum mínum bar ekki alveg saman, hinir þurfa að finna vinnu og það er mjög erfitt, þrátt fyrir að mér sýnist einkennandi hvað allt er yfirmannað). En fyrst honum tókst það þá eru foreldrar hans mjög stoltir af því að geta framfleytt honum og eru sértaklega stolt yfir að hann skuli stunda nám við Fudan. Hann er í meistaranámi í  norrænum fræðum og vonast með því að geta fengið góða vinnu helst í tengslum við norrænu þjóðirnar. Hann hefur ekki ferðast neitt en dreymir um að komast til Íslands og sjá náttúrufegurðina og hvað þar er lítið af fólki. Hann spurði mig um hvernig það væri á Íslandi hvort foreldrar hættu virkilega að borga með börnunum sínum þegar þau væru orðin 18 ára. Ég sagði honum að það væri ekki svo á mínu heimili en lögin segðu að foreldrar hefðu ekki framfærsluskyldu eftir að börnin yrðu 18 ára.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Stína bloggar frá Kína

Höfundur

Helga Kristín Kolbeins
Helga Kristín Kolbeins
Ég er í námsleyfi og nota það til að ljúka MPA námi mínu við HÍ. Þessa stundina er ég við nám í kínverskum stjórnmálum og stjórnsýslu við Fudan Háskóla í Shanghai.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Jin Mao 88 hæðir
  • Jin Mao hægra megin, hæsta bygging í heimi vinstra megin
  • ...-1_cimg1849
  • Svakalega hátt
  • Hæsta bygging í heim, séð frá 87 hæð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband