30.10.2007 | 16:23
Andstæður
Ég notaði fyrstu dagana til að skoða hverfið sem ég bý í en það kom að því að ég hafði kjark til að fara út fyrir hverfið og leiðin lá þá niður að Bund og vá þvílíkar andstæður. Þarna er allt í þvílíkum byggingum að ég hef aldrei séð annað eins. Háhýsin eru háhýsi og turnarnir eru ótrúlegir. Sum húsin eru með alveg upplýstar efri hæðir eins og gimsteinar, það er ekki hægt að lýsa þessu þetta er svo mikilfenglegt. Það tekur 10 mínútur að fara niður að Bund frá staðnum sem ég á heima og ótrúlegt hvað það er mikil breyting við það fara þó ekki lengra. Allt i einu voru allir farnir að tala ensku og reyna að draga mann inn í einhverjar búðir sem selja eftirlíkingar af Gucci, Prada og ég veit ekki hvað. Ég lét nú alveg eiga sig að fara með þessum aðilum. Frá Bund ákvað ég að ganga Nanjing götu en það er gata með fullt fullt af mollum, mollum sem í eru sérvöruverslanir. Auðvitað varð ég að skoða nokkrar og á götuhæðinni kemur maður yfirleitt alltaf fyrst inn í skóbúðir og snyrtivöruverslanir. Og vá þvílíkt úrval af skóm og þvílíkt flottir en bara eitt vandamál, Helga Kristín er greinilega eitthvað orðin stórfætt. Þeir skór sem ég hafði áhuga á að máta voru bara alls ekki til í mínu númeri. En ég fann samt eina og þeir eru flottir. Þegar verslað er í þessum verslunum þá er það auðvitað ekki með hefðbundnum hætti eins og við eigum að venjast. Heldur er þetta athöfn, fyrst ákveður maður hvað maður ætlar að kaupa, afgreiðslumaðurinn fylgir manni að kassanum þar sem maður borgar (held reyndar að mér hafi bara verið fylgt því það sást bara á mér að ég kunni ekkert á að versla þarna) síðan þegar maður er búin að borga þá fer maður með kvittunina aftur til afgreiðslumannsins sem lætur mann hafa vöruna og þá er búið að setja hana í poka. Ég skil þetta svo sem með skóna en ég keypti mér í annarri búð spennu og það vara sama fyrirhöfnin við að selja mér hana. Í þessum sérvöruverslunum fer ekki fram prútt. Þegar þarf að fara yfir umferðargötur þá eru undirgöng í þessu hverfi og umhverfið er bara allt allt annað en þar sem ég bý. Verðlagið er líka allt annað
Um bloggið
Helga Stína bloggar frá Kína
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.