Matarvenjur

Matarvenjur Kínverja eru allt aðrar en okkar. Ekki bara að þeir borða allt með prjónum heldur borða þeir líka allt annan mat. Á hótelinu er morgunverður og ég er búin að prófa hann og hann er ekki alveg svona eins og ég á að venjast. Þar er engin Petra sem er búin að finna allt til, skera niður ávextina og sneiða ostinn, það er ekki einu sinni ískex eins og í Eskilstuna. Nei hérna er soðið spínat, niðurskorin egg en það er ekkert verið að hafa fyrir því að taka skurnin af áður en þau eru sneydd, nei nei maður á bara að koma þeim upp í sig með prjónunum og skyrpa síðan skurninum út úr sér. Eins getur maður fengið flóaða mjólk svona sæta og heitan djús, já heitan djús eins og kaffi. Ég fór því í morgun aftur á götuna eins og fyrsta morguninn til að fá mér morgunmat. Það er fullt af fólki að elda úti á götu. Í morgun valdi ég að kaupa mér morgunverðin hjá eldri hjónum. Konan stóð við stóra pönnu og var eldur undir henni, svona eins og crepes pönnu. Hún setti deig á pönnuna og kallinn setti 1 egg, þetta var síðan bakað augnablik, næfurþunnt síðan setti konan laufabrauð síðan voru settar á þetta kryddjurtir og engifer og síðan laufabrauð og chili. Volá brotið saman og komin þessi fíni morgunverður. Pönnukaka með laufabrauði og þetta var bara mjög gott. Karlinn vildi auðvitað endilega láta mig hafa heita sæta mjólk en ég þáði hana ekki. Svona morgunverður kostar heilar 15 krónur. Í hádeginu prófaði ég að fara í mötuneytið í skólanum og það sem þeim dettur í hug. Ég fékk svínakótelettu sem er í góðu lagi en að borða hana með prjónum, enginn hnífapör. Það er ekki hægt að taka fituna frá með prjónunum ég reyndi. Nei bara halda með prjónunum og ef þér líkar ekki einhver biti áttu bara að spýta. Síðan þegar maður leit yfir salinn þá voru öll borðin þakin með einhverju sem einhverjum hafði ekki líkað og þá bara spýtt. En maturinn var ekkert vondur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Stína bloggar frá Kína

Höfundur

Helga Kristín Kolbeins
Helga Kristín Kolbeins
Ég er í námsleyfi og nota það til að ljúka MPA námi mínu við HÍ. Þessa stundina er ég við nám í kínverskum stjórnmálum og stjórnsýslu við Fudan Háskóla í Shanghai.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Jin Mao 88 hæðir
  • Jin Mao hægra megin, hæsta bygging í heimi vinstra megin
  • ...-1_cimg1849
  • Svakalega hátt
  • Hæsta bygging í heim, séð frá 87 hæð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband