30.10.2007 | 16:41
Lífið
Það er allt komið í fastar skorður, ég þekki umhverfið og rata í skólann. Þetta virðist vera alveg frábær hópur sem ég er með og það gefur náminu mikið gildi að hafa Kínverjana með okkur. Það er svo gott að geta spurt þá um ákveðna hluti sem vefjast fyrir manni. T.d. vissi ég ekki að ef Kínverji ákveður að flytja innan Kína þá er það í rauninni eins og að hann hafi flutt í annað land. Kínverjar flytja ekki félagsleg réttindi með sér á milli landshluta. Þannig hefur í Shanghai myndast gífurlega stórt hverfi með svokölluðum innflytjendum,þ.e. Kínverjum sem hafa flutt hingað frá öðrum svæðum. Þetta fólk hefur engin félagsleg réttindi og börnin fá ekki að ganga í ríkisrekna skóla. Kínverjarnir eru einnig mjög viljugir að sýna manni og kenna manni. Ég er komin með kínverskt símanúmer sem reyndar er ómögulegt að muna þar sem það er svo langt. Það er mjög ódýrt að hringja úr því. Ég hringdi t.d. heim í gær og talaði við Adda í 15 mínútur og það kostaði 300 krónur íslenskar, ég veit ekki hvað það myndi kosta úr íslenska númerinu. Fyrirlestrarnir eru mjög góðir og fræðandi og alltaf mjög góðar umræður á eftir. Aðstaðan sem við höfum er mjög góð. Ég byrjaði í morgun að læra kínversku og veitir ekki af, nú get ég sagt ni hao og xié xié , sem er munur á morgun læri ég eitthvað meira. Ég lærði einnig að telja á puttunum, aldeilis munur að stærðfræðikennarinn geti notað puttana við talningar, en Kínverjar nota fingurna öðruvísi en við þegar þeir telja, við réttum upp 4 fingur til að tákna fjóra en það skilja þeir ekki, þeir nota önnur tákn og núna geta ég notað fingramál og sagt xié xie sem þýðir takk fyrir.
Um bloggið
Helga Stína bloggar frá Kína
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að fylgjast með þér á blogginu. Hafðu það sem best í Kína. Sigrún fór einmitt í morgun til Shanghai.
Eggert (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 22:48
Takka þér fyrir Eggert. Ég var einmitt að senda Sigrúnu póst. En innilega til hamingju með doktorstitilinn það var kominn tími til að fá doktor í fjölskylduna.
kveðja
Helga Kristín
Helga Kristín (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.