Strax komin helgi

Það eru sjö Kínverjar í náminu með mér. Þeir eru allir afburðanámsmenn og ætla sér stóra hluti. Það er frábært að hafa þá með okkur vegna þess að þeir gefa manni góða innsýn í hvernig lífið gengur fyrir sig hérna. Samkeppnin hérna er mikil og hefst strax í grunnskólanum, t.d. þá kemur einn af Kínverjunum úr bæ þar sem 8000 nemendur kepptu um að fá að komast í besta framhaldsskólann en einungis var um eitt pláss að ræða og sá sem er með mér fékk það pláss. Þegar kemur að því að þeir geti farið í háskóla þá er gífurleg samkeppni og haldin eru landspróf til að meta hverjir komist inn í hvaða skóla. Það eru 300.000 manns sem reyna að komast í bestu háskólanna en þeir eru þrír, tveir í Beijing og síðan Fudan í Shanghai og 600 fá skólavist. Það gefur augaleið að þeir sem komast að eru allir afburðamenn. Maður finnur það líka þegar maður er með þessum krökkum hvað þau taka sérstaklega vel eftir og hvað þau muna allt sem maður segir. Kínverjarnir eru allir meðlimir í kommúnistaflokkinum enda hefur hann það að markmiði að bjóða ungt afburðafólk í flokkinn. Þeir eru allir virkir í flokksstarfinu sem samt gagnrýnin og hafa mikinn áhuga á vestrænum stjórnmálum. Það gefur náminu mikið gildi að hafa Kínverjana alltaf nálægt og geta spurt þá um nánast hvað sem er og manni finnst allavega að þeir svari sannleikanum samkvæmt. Það er eins með prófessorana sem hafa kennt í náminu hingað til, þeir leitast við að útskýra og svara manni. En auðvitað er maður mikið að leita eftir samsvörun á Kínverska kerfinu við það Vestræna en það er erfitt þar sem kerfin eru svo ólík, byggjast upp af öðrum gildum og hefðum. Kínversku nemendurnir búa margir með okkur á hótelinu og eru innilega hjálplegir, ég þurfti að kaupa mér heyrnatól fyrir tölvuna og þá um leið var boðist til að fara með mér. Ung stúlka fór með mér og leiddi mig í gegnum svæðið til að finna heyrnatól og nákvæmt kort á ensku af Shanghai. Bara þetta atvik að fara með mér til að kaupa,sýndi manni hvað menningin er gerólík því auðvitað vildi hún leiða mig í bókstaflegri merkingu. Ég vissi reyndar frá Áslaugu að Kínverjar eru mikið fyrir að leiðast en það er ekki eitthvað sem við erum vön. Tvær manneskjur sem eru að fara í bæinn leiðast ekki á Íslandi. Hún fór með mér og við fundum það sem við þurftum en það tók tímann sinn, í fyrstu búðinni þar sem voru heyrnartól var ekki hægt að fá að prófa, það taldi hún merki um að þau virkuðu ekki svo var farið búð úr búð til að finna nægjanlega gott kort og heynartól. Það tók tímann sinn og við vorum orðnar svangar, þá kynnti hún mér fyrir skyndibita hérna sem er mjög vinsæll og ég var búin að sjá úti um allt. Þeir eru með tunnur og ofan á þeim er grind þar sem þeir baka sætar kartöflur, maður velur sér af tunnunni og borðar innan úr þeim og mikið svakalega eru þær góðar.

Skólinn hjá mér er ekki um helgar og var ákveðið að til að loka vikunni myndum við öll fara saman út að borða sem og við gerðum. Skólinn var búinn um hádegi og þá var bara að drífa sig í bæinn og núna var haldið í verslunarkjarna með klæðskerum og efnum og hérna er sko hægt að versla. Ég fékk mér ullarjakka og kápu og hlakkar til að sjá hvernig til tekst að sauma þetta. Eins skoðaði ég pelsa og þeir eru svo flottir og kosta svo lítið.

Tveir af kínversku nemunum þurftu að fara út af hótelinu um helgina en þar sem þeir ætluðu með okkur út að borða um kvöldið þá tók það ekki fyrir þá að fara heim svo að ég og Martha, en við deilum klósetti, leyfðum þeim að geyma dótið sitt og bíða hjá okkur.  Skinnin voru bara að bíða allan daginn og voru m.a. að skoða íslensk tímarit sem þeim fannst mjög áhugaverð. Ég sýndi þeim þá einnig nokkrar myndir af heiman þar á meðal af fjölskyldunni og köttunum sem þeim fannst svakalega gaman að skoða. Þau fylgjast sérstaklega vel með því sem maður er að gera og drekka allt í sig, mjög gaman af þeim. Kínverska stúlkan (einmitt sú sem hafði fylgt mér til að kaupa heyrnatólin) fylgdist vel með þegar við vorum að gera okkur klár til að fara út og fannst virkilega viðbjóðslegt að við skyldum vera með meik, sá ekki til hvers, að vera með þennan hvíta eftirsótta lit og fela hann. Hún sagði mér að hún notaði alltaf krem til að vera hvít og finnist mjög gott að vera í Shanghai þar sem hér væri lítil sól. Við fórum á frábæran veitingastað og fengum frábæran mat, þar á meðal mandarín fisk sem er bara frábær, kom mjög á óvart hvað hann var ferskur. Það er gaman að því hvernig þeir bera fram matinn, fiskurinn kom í heilu og logaði eldur úr kjaftinum á honum þegar hann var borinn á borð. Eftir matinn fórum við á rokktónleika. Það er ekki langt síðan, kannski fimm ár síðan rokktónlist var leyfð hérna og hafði enginn af kínversku félögunum farið áður á slíka tónleika en þeim líkaði vel. Enda var bara gaman, tónleikarnir voru haldnir í litlum klúbb á kamunlu (hef ekki hugmynd um hvernig á að skrifa nafnið á þessari götu kamunlu, en ég læri kínverskuna þannig að ég læri að segja orðin og æfi framburðinn við Kínverjana, eitt orð í einu og síðan skrifa ég orðið og hvað það merkir í bók og þegar ég skrifa þá skrifa ég það eftir framburði, það getur enginn notað þessa orðabók nema ég). Þegar við komum var ekki mikið af fólki en köttur eigandans var búin að koma sér vel fyrir í stól. Kötturinn fór á milli fólks og lét klappa sér, ferlega vinalegt. Hljómsveitin var virkilega góð en það er svona spurning hvort veitti meiri athygli hljómsveitin eða við, allavega tóku ljósmyndararnir álíka margar myndir af hljómsveitinni og okkur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Góða skemmtun, kveðja frá eyjunni fögru.

Georg Eiður Arnarson, 3.11.2007 kl. 06:34

2 Smámynd: Helga Kristín Kolbeins

Takk fyrir kveðjuna, já það er bara gaman.

kveðja

Helga Kristín

Helga Kristín Kolbeins, 4.11.2007 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Stína bloggar frá Kína

Höfundur

Helga Kristín Kolbeins
Helga Kristín Kolbeins
Ég er í námsleyfi og nota það til að ljúka MPA námi mínu við HÍ. Þessa stundina er ég við nám í kínverskum stjórnmálum og stjórnsýslu við Fudan Háskóla í Shanghai.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Jin Mao 88 hæðir
  • Jin Mao hægra megin, hæsta bygging í heimi vinstra megin
  • ...-1_cimg1849
  • Svakalega hátt
  • Hæsta bygging í heim, séð frá 87 hæð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband