Réttur nemenda-aðeins öðruvísi en heima

Síðastliðinn þriðjudag voru kynntar nýjar reglur í Shanghai um bætta fjölskylduráðgjöf til giftra nemenda. Giftir nemendur fá nú fría ráðgjöf og greiða skólarnir hluta fæðingarkostaðs að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, giftrar mæður eiga rétt á fæðingarorlofi. Fleiri héruð ætla að fylgja í kjölfarið þar á meðal Yunnan, Jiangsu og Xinjiang.

Fyrir tilkomu þessara reglna var það brottrekstrarsök ef nemendur eignuðust börn. En með þessari nýju reglugerð er nú bannað, að reka gift fólk úr skóla, fyrir það að eignast barn. Haft er eftir skólayfirvöldum að það sé sjálfsagt að fólk gifti sig og eignist börn. Skólayfirvöld eru samt ekki hlynnt barneignum fólks sem er í námi. Nemendur fagna þessum reglum, en telja samt ekki að þær leiði til þess að fleiri nemar kjósi að eiga börn meðan að þeir eru í námi. Álagið í náminu er mikið og flestir þurfa að treysta á framfærslustyrki og það að námsmaður eignist barn getur eyðilagt  framtíð hans. Þessi stefnubreyting stjórnvalda kemur í kjölfar reglugerðarbreytingar í landsþinginu fyrr á þessu ári, en þar var kveðiðá um að fullorðnir nemendur í námi ættu rétt á að stofna fjölskyldu. (Cina Daily 03.11.2007)

Framhaldsnemar í Fudan hafa margir hverjir drýgt innkomu sína með vinnu, en nú hafa skólayfirvöld bannað það. Þeir óttast að vinnan komi niður á náminu og að gæði rannsókna verði ekki eins mikil. Það er því brottrekstrarsök ef nemar vinna með náminu, en á móti þá voru framfærslustyrkir nemenda hækkaðir.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Stína bloggar frá Kína

Höfundur

Helga Kristín Kolbeins
Helga Kristín Kolbeins
Ég er í námsleyfi og nota það til að ljúka MPA námi mínu við HÍ. Þessa stundina er ég við nám í kínverskum stjórnmálum og stjórnsýslu við Fudan Háskóla í Shanghai.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Jin Mao 88 hæðir
  • Jin Mao hægra megin, hæsta bygging í heimi vinstra megin
  • ...-1_cimg1849
  • Svakalega hátt
  • Hæsta bygging í heim, séð frá 87 hæð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband