Það er komið sunnudagskvöld hjá mér

Þetta er búin að vera notaleg helgi. Ég er búin að vera að lesa ræðu Hu Yintao, sem hann flutti á flokksþinginu um miðjan október. En sú ræða mótar stefnu Kínverja næstu fimm ár. En mikið svakalega er hún löng og ekki að undra að hann hafi verið 2,5 klst. að flytja hana. En það er samt erfitt að vera að læra hérna og vera ekki bara eins og ferðamaður. Það er svo mikið að sjá og auðvitað stóðst ég ekki freistingu til að vera einnig í ferðamannshlutverkinu um helgina. Og ég var heppin því í einni af gönguferðum helgarinnar fann ég The Econmist frá 13.-19. október og í því hefti er einmitt samantekt á störfum flokksþingsins, en við nánari skoðum þá var nú ekki mikið á því að græða. Það er nefnilega hvert einasta orð í ræðunni sem skiptir máli. Ég er líka búin að kaupa DVD mynd, en ég hef aldrei vanið mig á að kaupa DVD myndir það hefur alfarið verið Ásgeirs deild,en þær kosta ekkert hérna einungis 50 krónur íslenskar.

jin-mao-tower

Við fórum í gærkveldi í Jin Mo Tower en það er þriðja hæsta bygging heims, við fórum (ég og nokkrir norðmenn) á barinn sem er á 86 hæð og er enginn bar í heimi hærra uppi. Þar fékk ég mér Cosmopiltan, að sjálfsögðu. Til að komast á barinn þarf að taka þrjár lyftur, en maður var enga stund upp, það lá við að manni svimaði lyfturnar fóru svo hratt. Það er verið að byggja hæðstu byggingu í heimi þarna rétt við og á hún að vera tilbúin í desember, en hún er 100 hæðir. Ég er alltaf að verða betri í norskunni og það er bara auka plús að fá æfingu í skandinavískunni hérna í Kína. Ég var bara nokkuð ánægð að í gær var verið að segja brandara á norsku sem kröfðust þess að bera norskuna fram með finnskum hreim,ég skyldi brandarana og þeir voru bara nokkuð fyndnir.  

Við erum líka alltaf úti að borða og það er margt skrýtið sem maður fær. Það er engin eldunaraðstaða þar sem ég bý og heldur enginn ísskápur. Í dag fengum við okkur kjúkling, við héldum að þetta væri hefðbundin grillaður kjúklingur en sjáið á myndinni hvernig hann var og takið eftir gogginum, hann er víst svakalega góðurCIMG1179_edited-1. Það er einnig vinsælt hjá þeim að éta lappirnar ekki bara lærin heldur lappirnar sem eru með nöglum. Það er hægt að kaupa þær hérna úti um allt í matvöruverslunum. Ég hef ekki prófað þær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka þér fyrir kveðjuna. Mér fannst þetta tilvalin leið til að vera með tilkynningaþjónustu við fólkið heima.

Kveðja

Helga Kristín

Helga Kristín (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Stína bloggar frá Kína

Höfundur

Helga Kristín Kolbeins
Helga Kristín Kolbeins
Ég er í námsleyfi og nota það til að ljúka MPA námi mínu við HÍ. Þessa stundina er ég við nám í kínverskum stjórnmálum og stjórnsýslu við Fudan Háskóla í Shanghai.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Jin Mao 88 hæðir
  • Jin Mao hægra megin, hæsta bygging í heimi vinstra megin
  • ...-1_cimg1849
  • Svakalega hátt
  • Hæsta bygging í heim, séð frá 87 hæð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband