4.11.2007 | 09:36
Það er komið sunnudagskvöld hjá mér
Við fórum í gærkveldi í Jin Mo Tower en það er þriðja hæsta bygging heims, við fórum (ég og nokkrir norðmenn) á barinn sem er á 86 hæð og er enginn bar í heimi hærra uppi. Þar fékk ég mér Cosmopiltan, að sjálfsögðu. Til að komast á barinn þarf að taka þrjár lyftur, en maður var enga stund upp, það lá við að manni svimaði lyfturnar fóru svo hratt. Það er verið að byggja hæðstu byggingu í heimi þarna rétt við og á hún að vera tilbúin í desember, en hún er 100 hæðir. Ég er alltaf að verða betri í norskunni og það er bara auka plús að fá æfingu í skandinavískunni hérna í Kína. Ég var bara nokkuð ánægð að í gær var verið að segja brandara á norsku sem kröfðust þess að bera norskuna fram með finnskum hreim,ég skyldi brandarana og þeir voru bara nokkuð fyndnir.
Við erum líka alltaf úti að borða og það er margt skrýtið sem maður fær. Það er engin eldunaraðstaða þar sem ég bý og heldur enginn ísskápur. Í dag fengum við okkur kjúkling, við héldum að þetta væri hefðbundin grillaður kjúklingur en sjáið á myndinni hvernig hann var og takið eftir gogginum, hann er víst svakalega góður. Það er einnig vinsælt hjá þeim að éta lappirnar ekki bara lærin heldur lappirnar sem eru með nöglum. Það er hægt að kaupa þær hérna úti um allt í matvöruverslunum. Ég hef ekki prófað þær.
Um bloggið
Helga Stína bloggar frá Kína
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakka þér fyrir kveðjuna. Mér fannst þetta tilvalin leið til að vera með tilkynningaþjónustu við fólkið heima.
Kveðja
Helga Kristín
Helga Kristín (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.