Morgunlesningin

Eitt sem ég hef aldrei getað vanist í Eyjum er að fá ekki morgunblöðin heim til mín á morgnanna. Það er engin heimsendingarþjónusta á dagblöðum þar sem ég bý, en maður getur nálgast blaðið hjá blaðasölum, sem eru hérna allt um kring. Það er svo notalegt  þegar maður fær sér pönnukökuna á morgnanna og jasmín teið að lesa dagblað. Dagblaðið sem ég les hérna er China Daily, það er gefið út á hverjum degi og fjallar um málefni líðandi stundar jafnt innanlands í Kína sem utan. Það er samt ekki næstum eins þykkt og dagblöðin heima en það kemur ekki að sök, maður les það bara betur. Kommúnistaflokkurinn á dagblaðið og rekur og gefur góða innsýn í hvernig fréttirnar eru túlkaðar hérna. Þetta er alls ekkert lofblað um Kína eins og margur gæti ætlað, heldur er  fjallað um ýmis málefni sem brenna á íbúum landsins, s.s. of mikilli bílaeign, mengun, ójafnrétti og margt fleira. Sýnin er samt önnur en vestrænir fjölmiðlar hafa gefið mér af Kína. Kannski vegna þess að maður er staddur í hringiðunni þar sem hlutirnir eru að gerast.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Stína bloggar frá Kína

Höfundur

Helga Kristín Kolbeins
Helga Kristín Kolbeins
Ég er í námsleyfi og nota það til að ljúka MPA námi mínu við HÍ. Þessa stundina er ég við nám í kínverskum stjórnmálum og stjórnsýslu við Fudan Háskóla í Shanghai.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Jin Mao 88 hæðir
  • Jin Mao hægra megin, hæsta bygging í heimi vinstra megin
  • ...-1_cimg1849
  • Svakalega hátt
  • Hæsta bygging í heim, séð frá 87 hæð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband