5.11.2007 | 09:03
Morgunlesningin
Eitt sem ég hef aldrei getað vanist í Eyjum er að fá ekki morgunblöðin heim til mín á morgnanna. Það er engin heimsendingarþjónusta á dagblöðum þar sem ég bý, en maður getur nálgast blaðið hjá blaðasölum, sem eru hérna allt um kring. Það er svo notalegt þegar maður fær sér pönnukökuna á morgnanna og jasmín teið að lesa dagblað. Dagblaðið sem ég les hérna er China Daily, það er gefið út á hverjum degi og fjallar um málefni líðandi stundar jafnt innanlands í Kína sem utan. Það er samt ekki næstum eins þykkt og dagblöðin heima en það kemur ekki að sök, maður les það bara betur. Kommúnistaflokkurinn á dagblaðið og rekur og gefur góða innsýn í hvernig fréttirnar eru túlkaðar hérna. Þetta er alls ekkert lofblað um Kína eins og margur gæti ætlað, heldur er fjallað um ýmis málefni sem brenna á íbúum landsins, s.s. of mikilli bílaeign, mengun, ójafnrétti og margt fleira. Sýnin er samt önnur en vestrænir fjölmiðlar hafa gefið mér af Kína. Kannski vegna þess að maður er staddur í hringiðunni þar sem hlutirnir eru að gerast.
Um bloggið
Helga Stína bloggar frá Kína
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.