Búðarferð

Það var yndislegt veður þegar ég vaknaði í morgun, heitt og sól. Þegar ég sat úti í morgun og fékk mér morgunmat þá heyri ég í manni koma og þvílíkar ræskingar. Ég hugsaði að núna færi einhver að hrækja og leit á manninn, líklega með þvílíkum svip, en allavega hann hætti við að hrækja og náði í tissjú og spýti í það. Greinilegt að það er hægt að hafa áhrif. En þetta er leiðinlegur ávani hjá fólki hérna þessar eilífu hrækingar. Það eru allir hrækjandi konur og karlar, ungir og gamlir.

Í hádegishléinu þá fór Nancý einn af Kínverjunum með okkur að fá okkur að borða og núna kynntist ég alveg  nýju, súpueldhúsi Kínverja. En það er þannig að maður fær skál og setur í hana það maður vill. Ég setti grænmeti, kjúkling og pasta. Þetta er síðan soðið og maður fær þetta í skál. Bara virkilega gott. Ég setti mynd af súpunni og einnig mynd af Nancý í myndaalbúmið.

Eftir skóla í dag fór ég síðan á það sem kallast feik markaður. Það er reyndar búið að banna þá en þegar þeir eru reknir út á einum stað þá finna þeir sér bara nýtt húsnæði til að opna í markað. Þarna var bara gaman. Ég byrjaði á að kaupa mér Louis Vitton tösku til að hafa í skólann og borgaði reyndar alltof mikið fyrir hana. Heilar 3000 kr. hefði örugglega getið fengið hana fyrir 1500 kr., en ég er alveg ný í þessu prútti. Næst keypti ég matprjóna handa Ásgeiri og Biritu. Pakinn með 6 prjónum svakalega fallegt átti að kosta 4000 kr.  ég keypti tvo pakka á 1200 kr. En síðan gekk þetta bara vel ég fékk mér bakpoka, Prada seðlaveski og skó í einhverju voðalega fínu merki ásamt  Dior skóm. Þá kunni ég sko orðið að prútta Sölumaðurinn sem seldi mér skóna vildi fá sem svara 14000 kr. fyrir bæði pörin, en ég bauð 1000 kr. þá fór hann bara að gráta. Hann sagði mér að fyrir þennan pening gæti hann ekki borgað verksmiðjunni þar sem hann keypti vöruna. Ég sagði honum að það væri ekki mitt mál, ég skyldi bara sleppa því að kaupa skóna ég fengi þá hvort sem er miklu ódýrari á Íslandi. Síðan var þetta svona leikur en ég endaði á að kaupa báða skóna á 2500 kr. og sölumaðurinn var nú bara glaður og ég líka sérstaklega þar sem  það er ekki hlaupið að því að fá skó í mínu númeri hérna. Sölumaðurinn lofaði mér líka að eiga alltaf alla þá skó sem mér langaði í til og lét mig hafa nafnspjald ef ske kynni að hann þyrfti að flytja reksturinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ekki þekkja þeir verðlagið á Íslandi, það er ljóst.

kv.
Jói

Jói (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 13:10

2 identicon

Hvað keyptirðu handa Adda. kv Már

Már Fidda (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 15:41

3 Smámynd: Helga Kristín Kolbeins

Ég er nú að vonast til að hann komist hingað og þá getum við verslað saman. En það er alveg öruggt að ég fer beint með hann á Dragon fly.

Helga Kristín Kolbeins, 8.11.2007 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Stína bloggar frá Kína

Höfundur

Helga Kristín Kolbeins
Helga Kristín Kolbeins
Ég er í námsleyfi og nota það til að ljúka MPA námi mínu við HÍ. Þessa stundina er ég við nám í kínverskum stjórnmálum og stjórnsýslu við Fudan Háskóla í Shanghai.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Jin Mao 88 hæðir
  • Jin Mao hægra megin, hæsta bygging í heimi vinstra megin
  • ...-1_cimg1849
  • Svakalega hátt
  • Hæsta bygging í heim, séð frá 87 hæð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband