Fyrsti afmælisdagurinn í Kína

Þá er fyrsti afmælisdagurinn í Kína að kvöldi kominn. Það er svolítið öðruvísi að eiga afmæli í Kína. Í fyrsta lagi þá á maður afmæli næstum einum degi fyrr og síðan eru allir manns nánustu mjög langt í burtu. En tæknin er nú orðin svo mikil að ég er nú búin að heyra í fjölskyldunni. Þetta er búin að vera mjög góður afmælisdagur, algjört dekur. Í skólanum var byrjað á að syngja fyrir mig bara eins og maður væri komin í barnaskóla, við lærðum síðan í kínverskutímanum að segja til hamingju með afmælið. Síðan kom enn meira á óvart að það var kaka með kaffinu eftir hádegi. Meira segja með kerti. Í hádeginu fórum við á flottan kantónískan veitingastað, dúkuð borð og alles. Góður matur og svona öðruvísi en á götunni enda mikið dýrari, reikningurinn hljóðaði upp á 300 kr. á manninn. Eftir skóla var haldið í dekur á Dragon fly, þar fór ég í hand- og fótsnyrtingu og kínverskt nudd. Alveg dásamlega notalegt. Hérna eru margar nuddstofur og mjög misjafnar að gæðum. Í mörgum þeirra fer einnig fram vændi. Dragon fly er viðurkennd stofa og er einnig starfrækt í Noregi. Þar er ekki starfrækt vændi og starfsfólkið er sérmenntað í sínu fagi og þetta var toppþjónusta sem ég fékk. Ætla örugglega þarna aftur með ég dvel hérna. Skólinn er alltaf jafn áhugaverður og  það er erfitt að velja rannsóknarefni. Það er svo margt spennandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl frænka

Til hamingju með daginn

kv

arent

arent (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 17:19

2 identicon

Til hamingju með daginn kv Mási

Már (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 17:39

3 Smámynd: Helga Kristín Kolbeins

Takk fyrir

Helga Kristín Kolbeins, 9.11.2007 kl. 09:10

4 identicon

Helga mín til hamigju með daginn í gær gaman að geta fylgst með þér í þessu líka spennandi námi

knús og koss

Kata frænks

Þóra Katrín Kolbeins (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 09:58

5 Smámynd: Helga Kristín Kolbeins

Takk fyrir kveðjuna elsku Kata, en þú átt eftir að fá að heyra allt um námið. Stjónmálin eru vissulega öðruvísi hér og svo svakalega margt sem við vitum ekkert um.

Kveðja Helga Kristín

Helga Kristín Kolbeins, 17.11.2007 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Stína bloggar frá Kína

Höfundur

Helga Kristín Kolbeins
Helga Kristín Kolbeins
Ég er í námsleyfi og nota það til að ljúka MPA námi mínu við HÍ. Þessa stundina er ég við nám í kínverskum stjórnmálum og stjórnsýslu við Fudan Háskóla í Shanghai.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Jin Mao 88 hæðir
  • Jin Mao hægra megin, hæsta bygging í heimi vinstra megin
  • ...-1_cimg1849
  • Svakalega hátt
  • Hæsta bygging í heim, séð frá 87 hæð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband