Heilsugæslan

Skólinn sem ég er í er með það sem kallast hérna Danwei kerfi. Það er félagslegt kerfi þannig að þegar þú ert í þessu samfélagi skólans þá er hugsað um þig. Þannig geta starfsmenn fengið húsnæði og aðra þjónustu. Þangað til nýlega þá urðu þeir að vera í kerfinu en þurfa þess ekki lengur. Einn hluti af þessu kerfi er að það veitir heilbrigðisþjónustu. Reyndar eru skipuritin hérna mjög örðuvísi en við eigum að venjast og er þessi skóli mjög hátt í skipuriti landsins, jafn hátt og ráðuneyti heima á Íslandi og er til að mynda yfir Sjúkrahúsi hérna í Shanghai en ég á eftir að kynna mér betur skipuritin hérna. En í dag þá fór ég á heilsugæsluna í skólanum. Ég hafði fengið skordýrabit á handarbakið svo sem ekki nýtt að ég fái bit, en ég var orðin svakalega bólgin og langaði að vita hvort þeir væru með einhverjar töfralausnir hérna í Kína. Auðvitað er ég vel birg af ofnæmis-töflum og kremum frá Íslandi en það tekur nokkra daga að virka. En á heilsugæsluna fór ég ásamt einum Kínverja og Svölu frá Finnlandi en hún er búin að vera mjög lasin. Heilsugæslan er mjög stór og mjög skítug. Það var fullt af fólki að vinna og fórum við beint inn á skoðunarherbergið en við hliðina á því sá maður inn í sjúkrastofu og ég þarf að gera mér ferð þarna aftur til að taka myndir. Þetta var ótrúlegt. Skítug járnrimlarúm með moskítónetum yfir bara eins og ég veit ekki hvað, jú þetta var alveg eins og maður sér í myndum frá þróunarlöndunum. Það var svolítið að gera en fljótlega kom röðin að okkur, svakalega margir að vinna þarna mér fannst starfsfólkið eigninlega vera fyrir hvort öðru. Kínverjinn útskýrði fyrir lækninum hvað væri að. Læknirinn setti hendina á ennið á mér leit á hendina á mér, potaði aðeins í og hellti loks spritti yfir. Sagði mér að halda hendinni uppi, þetta væri ekki neitt og yrði orðið gott á morgun. Mjög gott ég er strax betri en komst einnig að því að þeir eiga líklega engin töframeðul við þessum leiðindabitum. Svala fékk svipaða meðferð nema, hann setti hendina á ennið og svo átti hún að gapa og fékk lyfseðil. Hún mátti ráða hvort hún keypti lyfin beint af lækninum eða færi í apótekið en var jafnframt sagt að þar væru lyfin miklu dýrari. Svo auðvitað vildi hún kaupa lyfin beint en þá voru þau ekki til svo hún varða að koma aftur eftir þeim. Þjónustan kostaði okkur ekki neitt þar sem við erum í þessu Danwei kerfi, fyrir þá sem eru ekki í svona kerfi er víst mun flókanara að komast til læknis. Svo núna er ég bara að nota kremin og töflur að heiman og verð vonandi orðin góð eftir nokkra daga. Verð greinilega að nota moskítófæluna þrátt fyrir að hér sé ekkert svo heitt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlegar hamingjuóskir með afmælið í gær, vonandi er ekki kominn nýr dagur hjá þér svo afmæliskveðjan sé orðin tveggja daga gömul.

Hafðu það sem allra best,

Kv.

Ásta

'Asta J. Claessen (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 14:57

2 Smámynd: Helga Kristín Kolbeins

Takk fyrir kveðjuna, kveðjan er ekkert verri þó hún komi ekki strax.

Helga Kristín Kolbeins, 11.11.2007 kl. 07:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Stína bloggar frá Kína

Höfundur

Helga Kristín Kolbeins
Helga Kristín Kolbeins
Ég er í námsleyfi og nota það til að ljúka MPA námi mínu við HÍ. Þessa stundina er ég við nám í kínverskum stjórnmálum og stjórnsýslu við Fudan Háskóla í Shanghai.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Jin Mao 88 hæðir
  • Jin Mao hægra megin, hæsta bygging í heimi vinstra megin
  • ...-1_cimg1849
  • Svakalega hátt
  • Hæsta bygging í heim, séð frá 87 hæð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband