11.11.2007 | 07:36
Notalegur sunnudagur
Það er alltaf gott að eiga langan sunnudag og því er ekkert öðruvísi farið hérna í Shanghai. Við fengum okkur góðan göngutúr í morgun því við erum búin að uppgötva indæliskaffihús hinum megin við háskólalóðina. Þar er m.a. framreiddur morgunverður og hægt að fá mjög gott kaffi. Ég ákvað að verja deginum við lestur og skriftir og er svona eiginlega alveg búin að ákveða rannsóknarefnið svo ég notaði daginn til að skoða heimildir, en sé að líklega verð ég að taka mikið af viðtölum. Ég bjó til fyrstu grind af rannsókninni og hún lítur bara býsna vel út á blaði.
Á föstudagskvöldið fórum við á Indverskan stað, stað sem minnst er á í Lonley planet bókinni og er vel þess virði að heimsækja. Kínverjarnir höfðu aldrei áður farið á Indverskan stað og voru bara frekar hissa á því hvernig okkur dytti í hug að fara á þannig stað, þar sem Indverjar væru svo fátækir. Þarna var borðað með hnífapörum og nú tók það ekki langan tíma fyrir okkur vesturlandabúanna að borða, gófluðum í okkur matnum en Kínverjarnir voru lengur. Eftir matinn fórum við á mjög sjabbý bar hérna í Shanghai sem selur ódýran bjór og það finnst norðmönnunum mikill kostur. Barinn var pakkaður með norðmönnum, en ég fór fljótlega, þetta var ekki þannig bar að íslendingur léti sjá sig þar.
En mikið er gott að hafa internetið. Það gerir fjarlægðirnar svo miklu minni. Í gær þá voru Erna og Halldór í kaffi hjá Adda og ég var bara með í spjallinu í gegnum Skype. Addi setti tölvuna á borðstofuborðið og var með kveikt á myndavélinni og þá var ég komin með í spjallið, frábær tækni. Ekki svo langt síðan að svona samskipti voru ómöguleg.
Um bloggið
Helga Stína bloggar frá Kína
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.