12.11.2007 | 15:41
Shanghai er stór
Shanghai er alveg svakalega stór borg. Hún er svo stór að maður áttar sig bara ekki á því. Það er fólk út um allt og alveg sama á hvaða tíma maður er úti þá er alltaf mikið af fólki. Verst að hafa ekki komið fyrr og séð breytingarnar. Á síðastliðnum fimmtán árum hafa orðið stórfeldar breytingar hérna. Kínverjarnir eru að byggja upp í loft í bókstaflegri merkingu og hafa byggt mörg háhýsin. Ég er ekki að tala um eitthvert háhýsi eins og er að rísa í Smáranum heima, nei alvöru háhýsi og eru þeir núna að byggja eitt 100 hæða. Það er gert með fjármagni frá Japan, en það á að hýsa japanskan fjármálamarkað. Þeir eru ekkert að byggja eitt og eitt háhýsi, nei á síðastliðnum árum hafa þeir byggt 4000 háhýsi. Ef þau væru í Eyjum þá væri næstum því eitt háhýsi á mann og það risa háhýsi. Á tímabili þá voru 1/4 allra byggingarkrana heimsins hérna í borginni. Það er búið að ákveða hvernig borgin kemur til með líta út og maður getur séð líkan af borginni hérna á safni niðri í bæ. Og já þeir ætla að setja flugvöll útí sjó og byggja eyju. Framkvæmdunum við borgina er hvergi nærri lokið og er alls staðar verið að byggja. Heilu svæðin girt af, það gamla rifið og svo bara byggt nýtt.
Gatnakerfið er líka margbrotið og það er ótrúlegt að það var byggt á 3-4 árum. Það þurfti að flytja yfir milljón manns í burtu til að koma gatnakerfinu fyrir, en það er svo stórt og á svo mörgum hæðum. Já þetta er allt alveg svakalega stórt og frábrugðið því sem ég þekki að heiman.
Um bloggið
Helga Stína bloggar frá Kína
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt kveðja ma og hilmar bróðir þinn
hilmar kolbeins (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 18:54
Takk fyir það. En ég hef samt frá mjög miklu að segja þegar ég kem heim. Lífið og tilveran er með öðrum hætti hér en heima.
Helga Kristín Kolbeins, 17.11.2007 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.