Þeir nota sumir talnagrindur

Ég fór á áhugaverðan fyrirlestur í dag um málefni Taiwans, það eru reyndar áhugaverðir fyrirlestrar og fleirri en einn á hverjum einasta degi, en málefni Taiwans voru skoðuð frá öðru sjónarhorni en við erum vön að heiman.

Arthúr að borða hæsnalappirÍ hádeginu fórum við norðurlandabúarnir á mjög áhugaverðan veitingastað og ef þið skoðið myndina þá sést kannski hvað hann Arthúr er að borða en einn réttanna var hænsnalappir. Einhverja hluta vegna þá bara langaði mig ekki að smakka. Það voru náttúrlega margir fleiri réttir en einhvern vegin tekst okkur alltaf að panta vambir, en þær eru í mareneringu og ekkert sérstaklega góðar, bara eins og utan af slátri.

 

 

CIMG1223Á leiðinni heim í dag þá kom ég við í apóteki og sá í fyrsta skipti notaða talnagrind við að reikna út verðið á lyfjunum sem ég var að kaupa. Innkaupin gengu vel, en ég þurfti að kaupa meira af ofnæmistöflum þar sem skordýrin virðast alveg elska mig eftir að þau áttuðu sig á að ég væri komin. En það er að kólna og þá hljóta þessi litlu grey að hverfa. Ég tók með mér ofnæmislyf að heiman og sýndi fólkinu í apótekinu en líkast til hafa þau ekki kunnað ensku því þau höfðu ekki hugmynd um hvers konar lyf þetta væru þó svo að innihaldsefnin stæðu á umbúðunum. En eftir smá svona útskýringar frá mér ekki þó á kínversku bara svona handapat (ég lýsti flugu sem kæmi að bíta mig og sýndi þeim svo bitin),þá skyldu þau og ég fékk rétt lyf, því innihaldsefnin eru einnig á ensku á umbúðunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Stína bloggar frá Kína

Höfundur

Helga Kristín Kolbeins
Helga Kristín Kolbeins
Ég er í námsleyfi og nota það til að ljúka MPA námi mínu við HÍ. Þessa stundina er ég við nám í kínverskum stjórnmálum og stjórnsýslu við Fudan Háskóla í Shanghai.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Jin Mao 88 hæðir
  • Jin Mao hægra megin, hæsta bygging í heimi vinstra megin
  • ...-1_cimg1849
  • Svakalega hátt
  • Hæsta bygging í heim, séð frá 87 hæð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband