Kong Shéng Yí

Já, ég er komin með nýtt nafn, hérna heiti ég Shéng Yí sem merkir Helga Kristín, svona allavega næstum því og Kong er fyrir Kolbeins. Sama ættarnafn og Konfísíus var með, ekki slæmt það.

En í dag ákvað ég að gera eitthvað róttækt í þessum pöddumálum og úðaði herbergið með einhverju sem heitir pest rest, bara spurning hvort það virki. Það var hræðileg lykt af þessu og var ég því úti eftir skóla og tók myndavélina með eins og alltaf.

Það er svo skemmtileg matarmenning hérna í mínu hverfi. Konurnar sem eru á fyrstu myndinni eru með pínulítinn veitingastað við hliðina þar sem ég bý. Ég hef ekki borðað hjá þeim en þarna eru þær að útbúa kvöldmatinn. Ástæðan fyrir því að ég hef ekki borðað þarna er nú aðallega sú að þær nota sömu balana til að fara í fótabað, að loknum vinnudegi, og þær eru að nota til að skola grænmetið. Kannski er þetta gert alls staðar en ég hef bara séð það hjá þeim.

Það eru grænmetismarkaðir úti um allt og mjög ferskt og fallegt grænmeti og ávextir til sölu. Hneturnar eru líka girnilegar að sjá og eru þeir með svona stóra ofna með snúningi til að rista þær. Það er mikið úrval af fiski og hægt að kaupa hann lifandi úr kerum, það er ekkert mál að gera að honum, það er bara gert úti á götu. Síðan eru alltaf menn að útbúa poppkorn og nota svona físibelgi sem þeir hita yfir eldi og maísinn í og þá poppast.

En síðasta myndin er dæmigerður matseðill, þannig að þó að maður gangi innan um allt hráefnið sem verið er að nota á matsölustöðunum þá er ekki hlaupið að því að panta. Bara tákn á vegg og ég sé bara myndir, kann ekki að lesa og það er slæmt, þó það bjargist alltaf.

Verið að undirbúa kvöldmatÞað er allt í ávaxtamörkuðumHnetusölur

Verið að rista hneturGert að fiskinum úti á götuHann er að hita svona eins og fýsibelg og poppar svo í honum

Svona eru gjarnan matseðlarnir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Stína bloggar frá Kína

Höfundur

Helga Kristín Kolbeins
Helga Kristín Kolbeins
Ég er í námsleyfi og nota það til að ljúka MPA námi mínu við HÍ. Þessa stundina er ég við nám í kínverskum stjórnmálum og stjórnsýslu við Fudan Háskóla í Shanghai.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Jin Mao 88 hæðir
  • Jin Mao hægra megin, hæsta bygging í heimi vinstra megin
  • ...-1_cimg1849
  • Svakalega hátt
  • Hæsta bygging í heim, séð frá 87 hæð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband