15.11.2007 | 14:15
Gamli bærinn
Í Shanghai er mjög frægur garður Yuyuan garður sem Pan fjölskyldan lét gera á Ming tímabilinu. Það tók 18 ár að búa hann til og í dag þá er hann varðveittur sem dæmigerður garður frá þessum tíma. Þessi garður er í gamla bænum í Shanghai og er allt í kringum hann gömul hús þar sem í dag eru aðallega verslanir. Umhverfis gömlu borgina voru á sínum tíma veggir en þeir voru síðar brotnir í burtu. Ég er búin að gera tilraun til að fara í þennan borgarhluta um helgi, en þá er bara maður við mann og alveg ómögulegt að komast nokkuð. En í dag var lestrarfrí í skólanum og því var um að gera að drífa sig strax eftir hádegi að skoða. Það var mikið af fólki og mjög mikið af ferðamönnum. Kínverska óperan var með sýningu þarna og það var gaman að fylgjast með. Gott að vera svona hávaxin eins og ég er (er reyndar að kynnast því í fyrsta skipti núna að vera með eindæmum há), en ég gat bara horft yfir mannfjöldann og sá vel á sviðið. Sumar söngkonurnar sem komu fram sungu ekki sjálfar heldur voru aðrar konur með hljóðnema og sungu fyrir þær, en þær voru þó ekkert að fela það. En mjög fallegt og gaman að skoða sig þarna um. Mikið af gullbúðum og antikbúðum, en ég var nú lítið að versla.
Um bloggið
Helga Stína bloggar frá Kína
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Helga, við Jóhanna erum loksins farin að lesa bloggið þitt og við öfundum þig alveg ógeðslega mikið
Meira að segja ég væri hávaxinn þarna úti í Kína og væri til í að smakka hænsnafætur..... er nokkuð hægt að fá saltaðan fýl þarna (eða saltaðan fíl)
Kær kveðja úr Eyjum, Óli Týr og Jóhanna
e.s. þú setur þér það mark að kenna ÖLLUM kínverjum að telja almennilega
og kemur ekki heim fyrr en það er búið
olityr (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 20:55
Þakka fyrir kveðjuna kæru hjón. En Ólafur Týr ef ég ætla að kenna öllum Kínverjum þá kem ég aldrei aftur heim, þeir eru svo svakalega margir. En það er svakalega gaman hérna og svo ótrúlega margt sem maður er að kynnast. Námið er mjög gott, krefjandi og strembið. Stjórnsýslan og stjórnmálin í Kína eru með aðeins öðrum hætti en heima. En það er örugglega hægt að fá saltaðan fíl en ég veit ekki með fýl. Í gær fór ég á veitingastað þar sem einn að aðalréttunum voru hrútspungar á pinna. Ástæðan fyrir því að ég veit það að á þessum veitingastað var matseðillinn með myndum og einnig á ensku, en venjulega förum við ekki á svo fína veitingastaði. Enda erum við iðulega að panta okkur vambir (óvart), en þær virðast vera mjög vinsælar.
Kveðja Helga Kristín
Helga Kristín Kolbeins, 17.11.2007 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.