Komin heim

Ég er komin heim til Shanghai eftir viðburðaríka viku. Já heim til Shanghai, skrýtin tilfinning að í fyrradag þegar ég var í Beijing þá langaði mig virkilega til að komast heim og þá var það ekki heim til Eyja, nei heldur langaði mig bara virkilega að komast aftur til Shanghai. Því var eins farið með flesta í hópnum og sumir drifu sig upp á flugvöll og tóku næstu vél til Shanghai. Ég fór hins vegar með lestinni og kom í morgun. En ferðalagið var ólýsanlegt. Við fengum að skoða svo margt, áttum marga fundi með ráðamönnum og eins var farið í skoðunarferðir. Það er allt í lagi að ferðast með lest í Kína en það er víst ekkert svo auðvelt að fá ódýra lestarmiða, lestarnar eru fullar af fólki, en við vorum annað hvort með bókaðar kojur eða sæti.

Kojurnar eru allt í lagi, allavega fannst mér það vön að ferðast með Herjólfi og er þá yfirleitt í almenningi, en hérna eru kojurnar á þremur hæðum. Rúmin voru hrein en það sama var ekki hægt að segja um salernin allavega þegar líða tekur á nóttina, hreint út sagt viðbjóðsleg. Annars finnst mér allt í lagi með þessar holur ef næsti maður eða menn hafa ekki skilið einhvern glaðning eftir handa manni til að horfa á. Mér finnst best að vera í rúllukragabol og bretti þá kragann upp fyrir nef, þá finn ég ekki skítafýluna. Ég hef ekki lennt í því að fara á salerni þar sem ekki eru skilrúm á milli holanna en þau eru víst enn algeng í sveitum landsins, en á einni brautarstöðinni sem við komum á var boðið upp á “Computer toilet” auðvitað fór ég þangað og spáði í hvað í ósköpunum það gæti verið og ég verð bara að segja að menn hafa hugmyndaflug. Þetta var klósett, frekar stórt, á upphækkuðum palli og búið að setja inn í það glæran plastpoka, mér verður bara illt þegar ég hugsa til baka, hvílíkur viðbjóður, pokinn hafði greinilega verið lengi í, ég lýsi þessu ekki nánar.

Hótelin sem við gistum á voru allt í lagi og aðbúnaðurinn í góðu lagi. En dagskráin var svakalega stíf, vaknað eldsnemma eða farið beint úr lestinni á fundi. En ferðalagið gekk mjög vel og það kom mér á óvart að dagsráin stóðst einnig þó svo að hún væri svona þétt. Það var svakalega kalt og loftið mikið mengað, núna finnst mér loftið í Shanghai hreint. Það var oft sem manni sveið í augun og hálsinn á manni var eins og maður hefði setið í marga daga og keðjureykt.  Það var því alveg svakalega gott að komast til Shanghai, hlýtt, sól og bara allt svo notalegt hérna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Stína bloggar frá Kína

Höfundur

Helga Kristín Kolbeins
Helga Kristín Kolbeins
Ég er í námsleyfi og nota það til að ljúka MPA námi mínu við HÍ. Þessa stundina er ég við nám í kínverskum stjórnmálum og stjórnsýslu við Fudan Háskóla í Shanghai.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Jin Mao 88 hæðir
  • Jin Mao hægra megin, hæsta bygging í heimi vinstra megin
  • ...-1_cimg1849
  • Svakalega hátt
  • Hæsta bygging í heim, séð frá 87 hæð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband