25.11.2007 | 16:58
XiWang
Fyrsta daginn komum við til ZouPing, það fyrsta sem maður tók eftir þegar maður kom úr lestinni var hvað það var svakalega kalt og loftið. Það er ekki auðvelt að lýsa því, en einn í hópnum lýsti því þannig að þetta væri svipað og vera í skítugu, drulluskítugu fiskabúri og lykt af loftinu var eins og lyktin úr slíku búri. Eftir að við höfðum innritað okkur á hótelið þá fórum við í heimsókn til XiWang félagsins en það er stórt matvælafyrirtæki, framleiðir m.a. sykur og matarolíur. Við fórum í rútuferð um vinnusvæðið sem var stórt, og sáust fáir starfsmenn á ferli, en við tókum eftir því að inni í húsunum var fólk á bak við gardínur að fylgjast með.
Við fórum inn í einn vinnslusalin, enn og aftur vakti athygli hversu fátt starfsfólk var á ferð en þeir sýndu okkur stoltir færibandið. Þetta fyrirtæki var áður í ríkiseigu en hefur nú verið einkavætt. Það vinna rúmlega 6000 manns þarna og launin fyrir sérhæfðan verkamann eru rúmar 500 iskr. á dag. Þeir vinna 8-10 tíma alla daga vikunnar og fá engin félagslegréttindi, veikindaréttur er með öllu óþekktur, almennur verkamaður er með 300 iskr. á dag. Fyrirtækið bauð okkur í mat og það var ekkert til sparað, vel veitt á mjög huggulegum matsölustað, fengum m.a. djúpsteiktan ís. Við höfðum haldið að við færum í mat í mötuneyti starfsmanna en svo var ekki, en starfmenn geta þó keypt sér mat þarna á mjög vægu verði.Um bloggið
Helga Stína bloggar frá Kína
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.