25.11.2007 | 17:08
Heimsókn í skóla
Kínverjar byrja í skóla þegar þeir eru 7 ára og er skyldunám í 9 ár. Kínverjar eru ekkert mikið fyrir að gera úttektir eins og við erum alltaf að gera, en skólarnir hafa þó verið teknir út og skýrslan sem gerð var af því tilefni sýndi ekki góða mynd af skólakerfinu. Í flestum skólum er aldursskipt, yngra stig og eldra. Yngra stigið eru fyrstu 5 árin og síðan tekur eldra stigið við. Við heimsóttum skóla á eldra stiginu. Og enn og aftur, ekkert fólk. Við sáum hvorki né heyrðum í nokkru barni þegar við gengum um skólalóðina, mötuneytið og ganga skólans.
Það var vel tekið á móti okkur og auðvitað voru ljósmyndarar sem voru með í för og mynduðu okkur í bak og fyrir. Eftir að hafa skoðað skólann fórum við á hátíðarsalinn og þar var skólastjórinn með smá tölu og svaraði fyrirspurnum, mjög vinalegur maður. Síðan var komið með nemendur inn í salinn (tíu krakkar) og máttum við tala við þá. Yndælis krakkar en að sjálfsögðu mjög feimin við okkur. Þá héldum við að heimsókninni væri lokið, en sem betur fer fengum við nú að fara inn í skólastofu. 60 nemendur í bekk, sátu við þrjú langborð hvert á móti öðru, einn kennari. Það var ótrúlegt að fylgjast með kennslunni, það var ensku tími og fór kennarinn yfir námsefnið, hefðbundin innlögn. Krakkarnir lásu síðan upphátt, öll saman, þetta var eins og fuglabjarg. Kennarinn spurði síðan spurninga og fóru flestar hendur á loft til eftir hverja spurningu. Sá nemandi sem var valin til að svara stóð upp úr sæti sínu og svaraði hátt og skýrt.



Um bloggið
Helga Stína bloggar frá Kína
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.