ShiHu

Nýja þorps skipulagiðNæst var haldið í ShiHu þorpið og þar hittum við leiðtoga þorpsins. Þeir hafa nýlega endurbyggt þorpið og býr fólk í nýjum húsum. Það hafa nýlega farið fram kosningar og þegar við spurðum leiðtogann hvers helstu kosningamálin hefðu verið þá svaraði hann okkur því að það hefði verið að ná kosningu. Sú stjórn sem er við völd hefur verið óbreytt síðastliðin þrjú kjörtímabil, en hvert kjörtímabil eru þrjú ár. Kosningar fara þannig fram að fyrst er forval, fólk býður sig fram og þurfa að vera a.m.k. tveimur fleiri í framboði heldur en sæti segja til um. Eftir forval eru síðan aðrar kosningar og þá kemur flokkurinn einnig að kosningunum en í þessu þorpi eru einungis 29 aðilar flokksbundnir í CCP. Flestir í þorpinu eru með vinnu hjá verksmiðjunni en einnig eru mörg þúsund aðfluttir Kínverjar með vinnu í verksmiðjunni. Aðfluttu Kínverjarnir eru ekki með lögheimili í þorpinu og því ekki með kosningarétt, þeir búa ekki í nýju húsunum.

Í gamla þorpinu

Fólk safnaðist í litla hópa á götuhornum til að fylgjast með okkur, komu samt ekki nálægt.En móttökurnar í þorpinu voru mjög góðar, fólk safnaðist í hópa á götuhornum til að fylgjast með okkur og enn voru ljósmyndarar með í för. Þeir tóku myndir af okkur og eins tóku þeir myndir af öllu því sem við tókum myndir af. Við skoðuðum gömlu húsin og maður þakkaði nú bara fyrir að fólkið hafði flutt. Þorpsbúar höfðu boðið okkur í mat (auðvitað borguðum við) og skiptum við okkur í nokkra hópa og fórum inn á heimili fólksins í nýju húsunum. Öll nýju húsin eru skipulögð eins. Maður kemur inn um svakalega stóra hurð inn í svona forgarð og er hluti hans yfirbyggður, í yfirbyggingunum eru m.a. geymslur, eldunaraðstaða og klósett. Í rauninni er þetta engin eldunaraðstaða heldur hlóðir sem eldað er á og klósettið er hola, reyndar með postulíni en greinilega aldrei þrifið. Það er engin baðaðstaða og var mér sagt að það væri almenningsbað í þorpinu. Undir berum himni er krani og var það eina vatnið í húsinu. Það sem kom mér hvað mest á óvart var hvað lofthæðin var mikil í húsinu, það var ískalt engin hiti og maður þurfti að vera í úlpunni inni en samt var manni kalt.

Athyglisvert hvað dyraumbúnaðurinn var vandaðurLærum að búa til dömplinga Konrnar elda úti.Eldhúsið, glæ nýttStofan var stór og mjög hátt til lofts, ískalt

Húsmóðirin var að undirbúa matinn og voru einnig margar vinkonur hennar að hjálpa henni. Hún bauð okkur te og sólblómafræ þegar við komum og síðan fór hún ásamt vinkonum sínum að kenna okkur að búa til dumplinga. Dumplingar eru deig sem sett er í fylling, við sátum á hækjum okkar við að búa til þessa dumplinga og vildi húsmóðirin að nóg væri til. Vinnuaðstæður voru fáránlegar fyrir vesturlandabúa og nýja eldhúsið sem húsmóðirin var svo stolt af var nú einstaklega fábrotið. Í rauninni ekkert eldhús. Það var eldað og eldað, margir réttir en samt aðallega þessir dömplingar og síðan réttir með asnakjöti og ferskt grænmeti. Það voru Kínverjar með okkur svo við gátum spjallað við fólkið. Samskiptin voru eðlilega mjög stirð í byrjun, en döplingagerðin tók langan tíma. Þegar við fórum að spjalla um fjölskylduhagi kom berlega í ljós að þetta fólk er ekkert öðruvísi en annað fólk, það var mjög forvitið um okkar hagi. Þegar konurnar komust að því að ég ætti 21. árs gaman son urðu þær svakalega hissa og trúðu því bara ekki, héldu nefnilega að ég væri bara tuttugu og eitthvað sjálf. Ég sagði þeim hvað ég væri gömul og þær urðu enn meira hissa, kannski ekki nema von. Húsráðendur voru á mínu reki og þetta er bara gamalt fólk. Konan kom við hárið á mér og var greinilega hissa á hvað það er mjúkt og hún var enn meira hissa að koma við hendurnar á mér. Við spjölluðum um fjölskyldustefnu stjórnvalda, en þau hjón eiga þrjár dætur. Í þessu þorpi máttu eiga tvö börn ef það fyrra reynist vera stúlka. Þeim langaði svo í dreng að þau ákváðu að reyna í þriðja sinn og var það leyft en þau þurftu að greiða 5000 rmb sekt, til samanburðar má geta að húsið sem þau búa í kostaði 18000 rmb. Sektirnar fyrir að eignast fleiri börn en leyfilegt er eru reyndar yfirleitt mun hærri, mér skilst að lægsta sektin í dag sé 66000 rmb en að yfirleitt sé miðað við að fólk greiði þrefalda ársinnkomu fyrir auka barnið. Ef aukabörnin eru fleiri en eitt þá eru sektirnar að mér skilst mun hærri. Það er reynt að koma í veg fyrir fleiri aukabörn með því að setja fólk í ófrjósemisaðgerðir og eins eru fóstureyðingar leyfðar alveg þangað til barnið er fætt. Réttindi barna miðast við að þau séu fædd.

Maturinn var í lagi, ekkert góður en ég sleppti ferska grænmetinu, það gerðu ekki allir og þeir sem borðuðu það áttu eftir að fá hressilega í magann. Húsmóðirin og vinkonur hennar voru í eldhúsinu meðan að við gestirnir ásamt karlmönnunum borðuðum fram í stofu. Við vorum spurð spjörunum úr hvað okkur finnst um Kína og þegar talið barst að pólitík átti ég frekar erfitt með að halda brosinu en það tókst. Með matnum var borið fram brennivín og það yljaði manni aðeins. Reyndar var það alveg svakalega vont en það var svo kalt að það var í rauninni ekki um neitt að velja.

Kínakál þurrkað úti vonandi handa skepnunumMjög fáir bílar, menn nota hjólSum börnin fóru að grenja þegar þau sáu okkur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Stína bloggar frá Kína

Höfundur

Helga Kristín Kolbeins
Helga Kristín Kolbeins
Ég er í námsleyfi og nota það til að ljúka MPA námi mínu við HÍ. Þessa stundina er ég við nám í kínverskum stjórnmálum og stjórnsýslu við Fudan Háskóla í Shanghai.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Jin Mao 88 hæðir
  • Jin Mao hægra megin, hæsta bygging í heimi vinstra megin
  • ...-1_cimg1849
  • Svakalega hátt
  • Hæsta bygging í heim, séð frá 87 hæð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband