25.11.2007 | 17:35
ZouPing
Nú var haldið á fund leiðtoganna í ZouPing sem er höfuðborg héraðsins sem við vorum í. Stjórnsýsluhúsið glæ nýtt og greinilegt að það eru komnir miklir peningar til bæjarins. Það var vel tekið á móti okkur og okkur sagt að ef okkur langaði að gera einhverjar rannsóknir þá stæði borgin okkur opin. Það væri vissulega spennandi að gera einhverjar rannsóknir þarna en ég gæti ekki dvalið í þessari borg lengi þar sem mengunin er yfirþyrmandi. Okkur var boðið í skoðunarferð um iðnarsvæði í borginni, fórum í rútum og skoðuðum vefnaðariðnaðarhverfi. Svakalega stórt enda eru 130 þúsund manns sem vinna þarna. Við sáum reyndar ekkert fólk frekar en fyrri daginn. Ljósmyndararnir voru mættir til að taka myndir af okkur fræga fólkinu.
Bæjarstjórinn bauð okkur í mat og það var ekkert slor, hann bauð okkur á hótel þar sem Carter fyrirverandi Bandaríkjaforseti hafði dvalið á fyrir nokkrum árum. Greinilegt var að ráðamenn bæjarins voru mjög stoltir af þeirri heimsókn. Þeir töluðu mikið við okkur um viðskipti og vildu að við færum með þau skilaboð heim að þetta væri rétti staðurinn til að stofna verksmiðjur
Um bloggið
Helga Stína bloggar frá Kína
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.