Beijing

Við tókum hraðlestina frá ZouPing til Beijing. Ferðin tók ekki nema þrjár klukkustundir og var tíminn fljótur að líða. Við áttum pöntuð betri sæti og fór mjög vel um okkur. Þegar við komum til Beijing þá bókuðum við okkur á hótel sem er mjög nálægt lestarstöðinni. Allt í lagi með hótelið en samt enginn íburður. Við drifum okkur í bæinn og fórum á frábæran Indverskan veitingastað sem mælt er með í Lonley Planet. Daginn eftir var Beijing borg skoðuð. Byrjað á Temple of heven og það var gaman að fylgjast með fólkinu í morgunæfingunum.

Morgunæfingar Séð að torgi hins himneska friðar, sást ekki vel vegna mengunar

Næst fór ég á torg hins himneska friðar sem er vissulega stórt. Þaðan fór ég í forboðnu borgina, en borgin liggur við torgið. Það var búið að segja mér að hún væri stór en svona stóra hafði ég ekki ímyndað mér hana. Ég hafði gaman af því að skoða borgina, en mest þótti mér gaman að skoða garðinn þar sem keisarinn fór á kvöldin til að velja sér þá konu sem hann ætlaði að sofa hjá þá nóttina. En hann svaf einungis hjá keisaraynjunni þegar það var fullt tungl. Garðurinn var mjög fallegur þrátt fyrir að í Beijing væri hávetur.

í forboðnu borginni 

Eftir forboðnu borgina gengum við um gamla hutong hverfið og eins hafði ég mest gaman að af því að skoða garðanna. Þeir eru ofboðslega fallegir og hljóta að vera eins og listaverk á sumrin.

 Hann var að skrifa tákn með vatni á stéttina

Thorsteinn að gæða sér á öndinniVerið að skera öndinaUm kvöldið fórum við og fengum okkur Pekingönd og auðvitað var hún góð enduðum daginn á að fara á barinn á Beijing hótel. En Beijing hótel er gamalt og mjög frægt hótel í Beijing. Stíllinn þar var svona aðeins annar en á okkar hóteli.

Daginn eftir var fundur í norska sendiráðinu þar sem farið var yfir tengsl norskra stjórnvalda við Kína. Það eru rúmlega fjörtíu manns sem vinna í sendiráðinu í Beijing og stendur til að fjölga um 10-15 manns strax á næsta ári. Um helmingur starfsmanna er norskur, eins eru sendiskrifstofa í Shanghai og það á að opna aðra sendiskrifstofu í Guodong héraði. Það eru yfir 200 norsk fyrirtæki skráð í Kína. Aðallega á sviðum sjávarútvegs, skipasmíðar og veiðifæragerð en kínverjar eru einnig mjög spenntir fyrir að vera í samstarfi vegna olíunnar. Eftir fundinn í sendiráðinu fórum við á fund með Otto Malmgren sem er sérfræðingur á sviði mannréttindamála hérna í Kína. Fundurinn með honum var mjög góður. Eftir fundinn drifum við okkur á perlumarkaðinn en sumir úr hópnum höfðu farið þangað deginum áður. Mikið til af perlum og alls kyns glingri þar. Daginn eftir var haldið á Kínamúrinn við fórum á Simatai múrinn, en þú getur farið á múrinn á ólíkum stöðum. Þessi staður er langt frá Beijing og því nær engir ferðamenn. Vissulega fallegt, en mikið klifur og ég verð bara að segja að fjallgöngur hafa aldrei heillað mig, sérstaklega þar sem er þverhnípt. Ég var því bara skíthrædd þegar ég var þarna uppi og leiðin niður var sýnu verri en leiðin upp.

Ég fór alla leið þarna uppSéð af múrnumBúin að fara upp og komin á tapas barinn

 Ferðin tók tíu klukkustundir og vorum við því ansi þreytt þegar við komum á hótelið en það þarf alltaf að borða og núna valdi ég ásamt nokkrum úr hópnum að fara á tapas stað sem var bara frábær. Góðir drykkir og enn betra tapas. Það er allt öðruvísi að vera í Beijing heldur en í Shanghai. Þessa daga sem ég dvaldi í Beijing var borgin grá og köld. Leigubílstjórnarir eru tregir til að keyra með eftir mæli og eitt skiptið þá þurftum við að athuga fimm bíla áður en einhver fékkst til þess. Þeir reyna líka að svindla á manni segja að gjaldið á mælinum sé fyrir manninn. Þeir nenna ekki að keyra manni, ótrúlega oft sem okkur var vísað út úr bílunum vegna þess að þeir bara vildu ekki keyra okkur þangað sem við vorum að fara. Og ef þeir fóru  með mann eitthvert vitlaust, þá bara sjú sjú, vísuðu þeir okkur út úr bílunum. Ekkert líkt því sem ég hef kynnst í Shanghai. Eins var á sumum veitingastöðum einstaklega pirrað afgreiðslufólk, þó ekki á tapas staðnum. Borgarskipulagði er einnig mjög ólíkt, þarna eru byggingar breiðar en í Shanghai er byggt upp. En auðvitað er gaman að hafa komið til Beijing og ég sá einungis brota brot af borginni. 

 Punkturinn sem sést þarna uppi er sólinMikil mengunHann stillti sér upp þegar ég var að taka mynd En líka fallegt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Stína bloggar frá Kína

Höfundur

Helga Kristín Kolbeins
Helga Kristín Kolbeins
Ég er í námsleyfi og nota það til að ljúka MPA námi mínu við HÍ. Þessa stundina er ég við nám í kínverskum stjórnmálum og stjórnsýslu við Fudan Háskóla í Shanghai.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Jin Mao 88 hæðir
  • Jin Mao hægra megin, hæsta bygging í heimi vinstra megin
  • ...-1_cimg1849
  • Svakalega hátt
  • Hæsta bygging í heim, séð frá 87 hæð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband