30.11.2007 | 05:00
Tíminn flýgur
Vikan er búin að vera ótrúlega fljót að líða, strax komin föstudagur. Á mánudaginn var vinnustofa um sautjánda flokksþing kommúnistaflokksins. Þar komu fram tíu fræðimenn og lýstu þeir skoðunum sínum á hvaða breytingum við gætum vænst á stefnu flokksins. Mjög athyglisvert og fjörugar umræður. Á þriðjudaginn var enginn skóli, stefnan var sett á klæðskeramarkaðinn og er alveg frábært að fara á þann markað. Þú getur valið úr ég veit ekki hvað mörgum efnum og þar eru tugir klæðskera. Svolítið vandamál að lýsa því sem maður vill en tekst þó yfirleitt. Síðan kemur maður aftur eftir nokkra daga og þá þarf nú yfirleitt að breyta einhverju en þó ekki alltaf. Klæðskerasaumuð föt í Kína eru mjög ódýr. Kápa kostar svona 4000 isk, silkikjólar frá 3000-5000 iskr. og jakkaföt kosta minnst 3500 iskr og síðan getur þú náttúrlega borgað mun meira. Ég hef nú samt ekki látið gera margar flíkur, það er svo lítill farangur sem má koma með heim, en sumir í hópnum hafa alveg sleppt sér og ætla bara að hafa áhyggjur af því seinna að koma flíkunum heim. Ég lét loksins verða af því að fara á Rótarý fund hérna í Shanghai. Ég hafði gert tilraun til þess en ekki fundið fundarstaðinn. Fundurinn var haldinn á glæsihóteli niður í bæ og ég skil ekki alveg hvers vegna leigubílstjórinn fann hann ekki í fyrra skiptið. Móttökurnar sem ég fékk þegar ég kom á fundinn voru alveg frábærar og fólkið yndislegt. Það var vestrænn matur á boðstólum, sveppasúpa, lambakjöt og ísterta, allt voðalega gott. Það eru einungis 35 félagar í klúbbnum, þarf af 10 konur. Flestir eru félagarnir af erlendu bergi brotnir en þó nokkrir Kínverjar. Þeir voru mjög ánægðir með að fá loksins íslenskan félagsfána en það hefur enginn íslendingur áður heimsótt þennan klúbb. Fundarformið var alveg eins og heima og kynntist ég nýju og skemmtilegu fólki sem ég á örugglega eftir að hitta aftur.
Í gær fórum við á japanskan veitingastað, frábært susí og allt sem þú vildir. Þetta var hlaðborð sem virkaði þannig að þú fékkst matseðil og svo pantaðir þú bara það sem þig langaði í (það voru myndir af réttunum og seðillinn var líka á ensku). Sama með drykki, pantaðir bara það sem þig langaði í . Verðið var fast, allt sem þú villt 150 rmb (1400-1500 iskr). Við vorum mætt snemma og fórum seint. Kínverjarnir voru yndislegir eins og alltaf og fannst alveg fáránlegt að borða óeldaðan mat.
Um bloggið
Helga Stína bloggar frá Kína
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.