Ég er flutt

Það er búið að vera fínt á staðnum sem ég hef búið á hérna í Shanghai, maður venst því ótrúlega fljótt að vera á svona svakalegri harðri dýnu og mér finnst allt í lagi að deila baðherbergi og setustofu með henni Mörthu og við urðum strax miklir mátar. Ég hafði beðið um annað herbergi sem sérbaðherbergi frá og með deginum í dag. Addi er loksins að koma hingað til Shanghai og er væntanlegur á morgun ef hann nær vélinni frá London.

Mótakan á hótelinuEn á móti skólanum er 5 stjörnu hótel og ég gat fengið að flytja þangað. Og þvílíkur lúxus. Herbergið er risastórt og glæsilegt baðherbergi. Fólkið í móttökunni talar ensku og munurinn á þessum stað og þeim sem ég bjó á áður er virkilega mikill.Þegar ég innritaði mig á hótelið í morgun þá var tekin af mér mynd þar sem alltaf er tekin mynd af VIP gestum (en háskólinn pantaði herbergið fyrir mig,verðið er bara grín, ódýrara en svefnpokapláss heima, en venjulega er þetta hótel mjög dýrt, eins og önnur 5 stjörnu hótel á flestum stöðum í heiminum). Þegar ég kom loksins úr hárgreiðslunni var búið að taka af rúminu og setja á rúmið pöntunarblað fyrir mismunandi kodda og ilmolíumeðferðir. Já maður getur bara beðið um allskonar kodda ég þekki reyndar ekkert muninn á þeim og svo ilmolíur ( held ilmkerti, er ekki búin að panta). Hérna er boðið upp á morgunmat að eigin vali og vestrænir matseðlar á herberginum.  Það á því ekki eftir að væsa um mann við skriftirnar næstu vikur.

Hérna bý ég núnaHerbergið

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Stína bloggar frá Kína

Höfundur

Helga Kristín Kolbeins
Helga Kristín Kolbeins
Ég er í námsleyfi og nota það til að ljúka MPA námi mínu við HÍ. Þessa stundina er ég við nám í kínverskum stjórnmálum og stjórnsýslu við Fudan Háskóla í Shanghai.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Jin Mao 88 hæðir
  • Jin Mao hægra megin, hæsta bygging í heimi vinstra megin
  • ...-1_cimg1849
  • Svakalega hátt
  • Hæsta bygging í heim, séð frá 87 hæð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband