6.12.2007 | 12:52
Nóg við að vera
Í gær fórum við hjónin í gönguferð og gengum svokallaða antikleið sem líst er í Lonley Planet. Áður fórum við og fengum okkur að borða og fórum á stað sem ég hef oft farið á í hádeginu og býður upp á mjög sérstaka rétti. Mér fannst ekki hægt að Addi búinn að vera hérna í heila þrjá daga og hafði alveg komist upp með það að borða eingöngu með hnífapörum og skilja matseðlanna. Þetta er ekta staður, matseðillinn eingöngu á kínversku og þú átt að merkja við það sem þú villt. Addi hélt kannski að ég vissi eitthvað hvað stæði þarna en því fór fjarri, þegar við höfum farið þarna þá merkjum við bara við nógu mikið og eitthvað hlýtur að vera ætt. Við fengum eina fjórtán rétti og þeir brögðuðust misjafnlega en Addi borðaði með prjónum og tókst honum vel til. Fyrir öll herlegheitin þurftum við að borga 650 krónur en auðvitað fengum við okkur bjór með. Þá var komið að gönguferðinni og lá leiðin niður í gamla borgarhlutann. Það er margt að sjá en hvimleitt hvað það eru margir sölumenn sem vilja endilega selja manni ekta lolex úr (segja ekki R) eða Gucci, Prada. Endalaust lukka lukka chípa chípa (sem þýðir komdu og sjá það er ódýrt). Við lögðum leið okkar í mörg hof og það var frábært að sjá þegar þeir eru að fórna gervipeningum og heilum pappahúsum. Auðvitað vöktum við athygli og einum stað þar sem við stóðum þá kom að fólk og var að fara að taka myndir. Addi að sjálfsögðu kurteis, færði sig úr myndinni, en ég vissi alveg að myndefnið værum við og leyfði fólkinu að taka myndir af sér með mér en forðaði mér fljótlega því auðvitað vildu allir fá mynd af sér með mér.



Um bloggið
Helga Stína bloggar frá Kína
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.