Ísland besta landið

Komið nýtt byggingarsvæðiÍ gönguferðinni í gær hittum við mann þegar við vorum að taka myndir af einu byggingarsvæðinu hérna í miðbænum. Gömlu húsin farin og verið að gera klárt að byggja nýtt. Maðurinn hafði kennt ensku við framhaldsskóla hérna í borginni og var að halda enskunni sinni við og spjallaði  mikið. Hann sagði okkur hvað hann væri ánægður með að verið væri að rífa þessi gömlu hús og byggja ný í staðinn. Kemur kannski ekki á óvart því við erum búin að ganga í gegnum borgarhluta þar sem einungis er eitt almenningssalerni fyrir heila götu og vaskarnir sem eru ekki margir eru úti á götu. Annars er athyglisvert að fólk virðist vera mjög ánægt með framkvæmdir stjórnvalda og efast ekki um þær. Ef stjórnvöld ákveða að gera eitthvað þá er það það besta sem hægt er að gera, það er ekki rökrætt um aðgerðirnar. Maðurinn vildi náttúrlega vita hvaðan við værum og vissi alveg að á Íslandi væri best að búa í öllum heiminum. Skiptir greinilega miklu fyrir kynninguna á Íslandi að vera best.

Addi að borða nautakjöt með prjónumGönguferð gærdagsins endaði þar sem flokkurinn var stofnaður, en í dag er þar fjöldi veitingastaða af bestu sort. Addi fékk að velja og valdi hann japanskan stað sem var bara frábær. Reyndar bara prjónar en Adda fannst það lítið mál að borða nautasteikina sem hann fékk sér með prjónunum.  Það verður að segjast að Addi er að velja svolítið öðruvísi veitingastaði en ég hef gert á meðan að dvöl minni hefur staðið hérna, hann hefur næmt auga fyrir þessu.

Addi fyrir framan húsið þar sem fyrsti flokksfundur CCP var haldinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Stína bloggar frá Kína

Höfundur

Helga Kristín Kolbeins
Helga Kristín Kolbeins
Ég er í námsleyfi og nota það til að ljúka MPA námi mínu við HÍ. Þessa stundina er ég við nám í kínverskum stjórnmálum og stjórnsýslu við Fudan Háskóla í Shanghai.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Jin Mao 88 hæðir
  • Jin Mao hægra megin, hæsta bygging í heimi vinstra megin
  • ...-1_cimg1849
  • Svakalega hátt
  • Hæsta bygging í heim, séð frá 87 hæð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband