10.12.2007 | 17:32
Lífið og tilveran
Jæja nú er langt síðan að Helga hefur bloggað þar sem það er svo mikið að gera hjá henni í náminu og bað hún mig (Addi) að setja smá pistil inn og geri ég það fúslega. Þetta þjóðfélag er allt öðruvísi en heima. Sem gesti kemur manni margt undarlega fyrir sjónir og langar mig að minnast á nokkur atriði sem standa þar uppúr. En aðallega varð ég mest hissa á því hvað frjálsræðið er mikið hérna og reglugerðaverkið sem maður hefði haldið að fylgdi kommakerfinu yrði mun sjáanlegra, en síður en svo. Hér er fólk voða afslappað og virðist gera það sem það vill þegar því dettur það í hug. Við hittum gamlan mann sem gaf sig á tal við okkur þar sem við vorum stödd í gamla bænum og verið var að rífa hús til að rýma fyrir háhýsum. Hann var enskukennari en er á eftirlaunum. Hann var afar ánægður með að verið væri að rífa gamla tímann í burtu og byggja upp ný og betri hús og íverustaði. Hann sagði eins og við höfum lesið um að fólk væri afar bjartsýnt með framtíðina og möguleika sýna. Umferðin hér er kapítuli út af fyrir sig, vegakerfið glæsilegt og sögðust borgaryfirvöld hafa orðið að flytja um eina milljón íbúa til að rýma fyrir því, og ekki er allt búið enn. Gaman að ferðast með leigubílunum og sjá hvernig þeir troða sér í gegnum þvöguna. Enginn af þeim með öryggisbelti eða loftpúða og það er sérstök tilfinning að vera á 150 km. hraða á hraðbrautinni laus í bílnum og bílstjórinn kannski talandi í farsímann á meðan. Urmull er af hjólum, vespum og mótorhjólum og eru þau hvort sem er á sérstökum akreinum, innan um bílana eða bara upp á gangstéttum og sama sagan þar með öryggið, enginn með hjálma. Enda sá ég í bók um borgina að um 600 manns deyja á dag í landinu í umferðinni, já 600 á dag. Meira seinna t.d. um hreinlætið, matinn, húsin, verslanirnar og fólkið.
Um bloggið
Helga Stína bloggar frá Kína
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góða skemmtun bæði tvö. kv.
Georg Eiður Arnarson, 10.12.2007 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.