11.12.2007 | 21:35
Veitingahúsin sérstök
Addi hér. Gaman að fara á veitingahúsin hérna, bæði eru þau fjölbreytt og ekki skemmir að verðið er afar lágt. T.d. kostar 3 réttað á kínverskum stað með drykkjum 300 krónur á mann en heldur dýrara á 5* hótelunum og stöðum með evrópskan mat og umhverfi. Fórum t.d. í gær á steikhús sem býður upp á nautakjöt frá Nýja Sjálandi. Fékk mér T- Bone sem var ½ kíló og kostaði steikin þúsund kall á mann með ótakmörkuðu salatbar, súpu, desert og gosdrykkjum. Á sumum kínversku stöðunum getur fólk ekki talað saman nema hrópa á hvort annað, svo mikill er hávaðinn í starfsfólkinu, það er flautandi, syngjandi, kallandi á milli sín og ef rólegt er þá situr það í matsalnum og spilar og reykir með tilheyrandi hrópum og köllum. Sá furðulegt á einum þekktasta Pekingandarstað Shanghai. Við vorum frekar seint um kvöld og var greinilega byrjað að ganga frá í eldhúsinu og var trillað með öskutunnurnar eins og ekkert væri í gegnum matsalinn og þeir sem sáu um það ræsktu sig og hræktu í gólfið eins og reyndar er alsiða hér, maður verður stundum að valhoppa yfir hrákaklessurnar á götunum. Svo var gólfið greinilega orðið fitugt eftir kvöldið og renndu þjónarnir sér í fótskriðu um allt og höfðu frekar gaman af greinilega. Annars er allt áberandi hreint hérna þar sem ferðamenn halda sig og maður getur alveg treyst matnum og þ.h. Fullt af fólki um allt að þrífa og sópa, hvort sem er úti á götu eða innandyra. Tók t.d. eftir rúllustigunum sem eru hér um allt, allstaðar eru þrepin og rifflurnar í þeim gljáandi eins og þeir séu nýir, annað en heima. Skrifa næst um verslanirnar, misskiptinguna og hvernig er stöðugt verið að reyna kroppa pening af túristum á heiðarlegan jafnt sem óheiðarlegan hátt.
Um bloggið
Helga Stína bloggar frá Kína
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.