15.12.2007 | 18:20
Úthýsingunni lokið-myndir frá síðustu viku
Addi kom með blað um Ísland fyrir mig handa kínversku samnemendum mínum. Það er búið að vera frábært að sýna þeim, þeir eru flestir búnir að hitta forsetann okkar og hafa mikinn áhuga á landi og þjóð. Þeim fannst bara fyndið þegar ég sýndi þeim á kortinu hvar ég byggi. Finnst skrýtið að velja sér svona lítinn stað til búsetu. Eins fannst þeim fyndið að við skyldum borða lunda, héldu að þetta væru ekki raunverulegir fuglar með þetta nef. Flestir kínversku samnemdur mínir stefna á áframhaldandi nám í Noregi eða Svíþjóð og geta þeir fengið til þess styrki frá þarlendum stjórnvöldum. Til dæmis fá þeir tveir bestu sem voru í náminu með mér styrki til að dvelja eina önn við Háskólann í Bergen. Ég sé alveg á þeim að Ísland heillar og væri gaman að með nýlegu samstarfi við Fudan yrðu til styrkir handa kínverskum nemendum. Sumir eiga náttúrlega mjög efnaða foreldra að en flestir eru mjög fátækir og hafa komist í Fudan vegna þess að þeir skara sérstaklega fram úr í námi. Þeir hafa enga möguleika á að fara til annarra landa í nám nema þeir fá til þess styrk.



Um bloggið
Helga Stína bloggar frá Kína
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tilhamingju að vera búinn með ritgerðina og góða ferð heim kær kveðja mamma
mamma og hilmar (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 01:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.