Úthýsingunni lokið-myndir frá síðustu viku

Þá er ég búin að ljúka náminu við Fudan, náði að skila ritgerðinni í gær og var það mikill léttir. Þá er bara að vona að útkoman verði í lagi, en það er búið að segja okkur að það sé mjög erfitt að fá háar einkunnir hérna, meira segja búið að segja okkur að það þyki gott að fá C (mér finnst það nú frekar dapurt). En það kemur í ljós á nýju ári hver útkoman verður. Auðvitað hélt ég upp á það að vera búin, fyrst fór ég með Adda í búðir og keyptum við eitthvað af jólagjöfum en aðallega var ég nú að kaupa mér skó (geðveika) og skartgripi (mjög flotta). Síðan fórum við út að borða á frábæran japanskan stað. Það var í fyrsta skipti sem Addi fór á japanskt hlaðborð hérna í Kína, en það virkar þannig að þú færð matseðilinn og svo bara velur þú allt sem þér langar í bæði mat og drykk en borgar bara ákveðna upphæð. Þú mátt alveg vera eins lengi og þú villt og fá þér eins mikið og þú getur í þig látið og allt hvert öðru betra. En þó svo að ég hafi verið mjög upptekin við ritgerðarskrifin undanfarnar vikur og það upptekin að ég varð að úthýsa heimasíðunni minni(Addi skrifaði) þá hef ég nú samt gefið mér tíma til að vera með Adda og sýna honum það markverðasta í borginni og ég skrifaði jólakortin. Einnig vorum við með Lucíu kvöld í skólanum fyrir Svíana (það er nú bara einn), en þá hittumst við útlendingarnir og þeir Kínverjar sem eru að nema norræn fræði og stjórnmálin og stjórnsýsluna með okkur. Kom mér á óvart hvað það voru fáir vegna þess yfirleitt er alltaf svo mikið af fólki alls staðar.

Addi kom með blað um Ísland fyrir mig handa kínversku samnemendum mínum. Það er búið að vera frábært að sýna þeim, þeir eru flestir búnir að hitta forsetann okkar og hafa mikinn áhuga á landi og þjóð. Þeim fannst bara fyndið þegar ég sýndi þeim á kortinu hvar ég byggi. Finnst skrýtið að velja sér svona lítinn stað til búsetu. Eins fannst þeim fyndið að við skyldum borða lunda, héldu að þetta væru ekki raunverulegir fuglar með þetta nef. Flestir kínversku samnemdur mínir stefna á áframhaldandi nám í Noregi eða Svíþjóð og geta þeir fengið til þess  styrki frá þarlendum stjórnvöldum. Til dæmis fá þeir tveir bestu sem voru í náminu með mér styrki til að dvelja eina önn við Háskólann í Bergen. Ég sé alveg á þeim að Ísland heillar og væri gaman að með nýlegu samstarfi við Fudan yrðu til styrkir handa kínverskum nemendum. Sumir eiga náttúrlega mjög efnaða foreldra að en flestir eru mjög fátækir og hafa komist í Fudan vegna þess að þeir skara sérstaklega fram úr í námi. Þeir hafa enga möguleika á að fara til annarra landa í nám nema þeir fá til þess styrk.

Ég við Maó styttuna í háskólagarðinumAddi við Maóstyttuna í háskólagarðinumAðalbygging Fudan háskóla, tveir turnar hvor um sig 35 hæðirÞjónustustúlka á andarstaðnum sem við fórum á um daginnÞað væri gaman að vita hvað var verið að auglýsa í háskólagarðinumEinn af réttinum á japanska hlaðborðinuNúna var hún að þvo sér um hárið í gfænmetisbalanumLúsíúrnar

 Það er í lagi að vera með hunda með sér á veitingahúsunumEngill fyrir utan kirkju

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tilhamingju að vera búinn með ritgerðina og góða ferð heim kær kveðja mamma

mamma og hilmar (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Stína bloggar frá Kína

Höfundur

Helga Kristín Kolbeins
Helga Kristín Kolbeins
Ég er í námsleyfi og nota það til að ljúka MPA námi mínu við HÍ. Þessa stundina er ég við nám í kínverskum stjórnmálum og stjórnsýslu við Fudan Háskóla í Shanghai.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Jin Mao 88 hæðir
  • Jin Mao hægra megin, hæsta bygging í heimi vinstra megin
  • ...-1_cimg1849
  • Svakalega hátt
  • Hæsta bygging í heim, séð frá 87 hæð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband