Misjöfn eru kjörin

Addi hér. Þó Helga sé byrjuð að blogga aftur þá ætla ég allavega að bæta allavega einu inn þar sem ég sagðist í síðasta bloggi ætla skrifa meira. Misskiptingin milli ríkra og fátækra hér er ótrúlega mikil. Meginþorri fólks hefur um 10.000 kr. í mánaðarlaun og er afar mikið af betlurum í sumum hverfunum hér. En hinsvegar sér maður glæsilegar verslanir, bíla, hús og vörur sem kosta mun meira en heima. T.d. er verið að auglýsa íbúðir í Pudong hverfinu sem er við miðbæinn og er leiguverðið frá kr. 250.000 á mánuði og sér maður mun hærra. Fór í búð um daginn, Carrefour sem er með innfluttar vörur. Okkur var farið að langa í vestrænt snakk og þ.h. Verðlagið þar var eins og á Íslandi og var ekkert mál að eyða 1 kínverskum mánaðarlaunum á ½ tíma. Verslunin er í Gubei hverfinu en þar býr mikið af Japönum og útlendingum. Allir í afgirtum hverfum með gaddavír og rafmagni ofaná steinveggjunum, og standa hús þar sem eru eftirmyndir af Grískum hofum og þaðan af flottara. Við svona aðstæður er von að reynt sé að ná pening af okkur “ríku” útlendingunum. Notaðar eru ýmsar aðferðir við það, t.d. er sett upp yfirleitt 3falt verð á allar vörur í ýmsum mörkuðum og á maður síðan að prútta. Mér gengur það yfirleitt vel enda hef ég gaman af því og lít á það sem leik og hluta af kaupunum. Önnur aðferð sem Helga lenti í er að skóburstarar klína áburði á skóna þegar maður gengur fram hjá þeim og bjóðast síðan til að þurrka hann af og pússa skóna og setja síðan upp himinháar upphæðir fyrir, þá er bara að sýna hörku og láta ekki spila með sig. Algeng aðferð sem einnig og búið að vara við í fjölmiðlum hérna eru “skólastúlkutrikkið”. Felst það í því að 2 stelpur á menntaskólaaldri gefa sig á tal við ferðamenn. Saklausa útgáfan af því er að þær þykjast vera listnemar frá borg í nágrenni Shanghæ og eru að halda sýningu á verkum sínum og vilja endilega sýna verkin og selja ódýrt svona fyrir ferðakostnaði og þessháttar. En þær eru bara ráðnar af búðareigendum til að draga fólk inn í búðirnar sem selja myndir og fá það til að kaupa. Grófustu dæmin eru þegar þær þykjast vera enskunemendur og bjóðast til að fylgja fólki ókeypis um og sýna því borgina svona til að æfa sig í enskunni. Það endar yfirleitt með því að fólk er tælt eitthvað sem það er síðan rænt eða þá það er platað inn á tehús eða veitingastaði og svo er óspart tekið út á ferðamanninn og situr hann oft uppi með reikning upp á tugi eða hundruði þúsunda. En 99% fólks hérna er yndislegt og er bara gaman að umgangast og eiga viðskipti við. Læt fylgja með myndir frá Shanghai Museum sem við kíktum á í dag.

Margir voru frekar ófrýnilegirGömul fiskveiðiskip frá TaiwanRúllustigarnir í safninu

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Flottar myndir. Kveðja frá rok rassgati alheimsins.

Georg Eiður Arnarson, 16.12.2007 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Stína bloggar frá Kína

Höfundur

Helga Kristín Kolbeins
Helga Kristín Kolbeins
Ég er í námsleyfi og nota það til að ljúka MPA námi mínu við HÍ. Þessa stundina er ég við nám í kínverskum stjórnmálum og stjórnsýslu við Fudan Háskóla í Shanghai.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Jin Mao 88 hæðir
  • Jin Mao hægra megin, hæsta bygging í heimi vinstra megin
  • ...-1_cimg1849
  • Svakalega hátt
  • Hæsta bygging í heim, séð frá 87 hæð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband