20.12.2007 | 13:41
Ísland á morgun, Vestmannaeyjar á hinn.
Þá er Kínaævintýrinu alveg að ljúka. Við erum búin að pakka mest öllu dótinu. Ótrúlegt hvað það safnast að manni dótið, við sendum allar bækurnar með pósti, svona aðeins til að létta á þessu. Síðustu viku höfum við verið að kaupa jólagjafir og eru þær allar innpakkaðar, komnar ofan í tösku. Við erum búin að hafa það svakalega gott, það er mjög jólalegt hérna. Mikið skreytt og jólalögin hljóma allsstaðar. Annars er allt svo uppljómað að það þarf nú ekki mikið af jólaskrauti. Samt halda Kínverjar ekkert upp á jólin en eru samt hrifnir af skrautinu og tónlistinni. En á morgun tökum er það flug til London og þaðan beint heim til Íslands og síðan næsta dag heim til Eyja, beint heim í jólin og það verður notalegt.








Um bloggið
Helga Stína bloggar frá Kína
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.