Hátt uppi

Hæ, Addi hér. Við fórum um daginn upp í næst hæsta húsið hér í Shanghai sem kallast Jin Mao turninn. Hæsta húsið í Shanghai og í heiminum er hinum megin við götuna og er í byggingu, verður tilbúið í mars á næsta ári. Hef séð það á Discovery í þáttum yfir verkfræði og þessháttar. Meiriháttar reynsla fyrir sveitamanninn frá Eyjum þar sem húsin þykja mjög há ef þau eru 4 hæðir. Fórum auðvitað á barinn sem er á 87. hæð og fengum okkur smárétti. Urðu að skipta 2var um lyftu á leiðinni upp því ef það væri aðeins 1 lyfta alla leið þá yrðu vírarnir svo langir og því of þungir fyrir mótorana. Á 46. hæð sem við skiptum um lyftu er hótel á nokkrum tugum hæða upp. Þar fyrir ofan er svo útsýnisbarinn og veitingahús. Fengum dúndrandi hellu fyrir eyrun á leiðinni upp í lyftunni vegna hæðarbreytingarinnar. Erum á leiðinni heim, mun sakna Shanghai. Læt fylgja með nokkrar myndir af turninum og húsinu við hliðina.

Hæsta bygging í heim, séð frá 87 hæðSvakalega háttJin Mao hægra megin, hæsta bygging í heimi vinstra megin

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Helga og Addi,

Velkomin heim og gleðileg jól.

Vonast til að sjá ykkur í jólaboðinu hjá mér þ, 29 des.

Kærar kveðjur og takk fyrir ferðasöguna,

Ásta

Ásta J. Claessen (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helga Stína bloggar frá Kína

Höfundur

Helga Kristín Kolbeins
Helga Kristín Kolbeins
Ég er í námsleyfi og nota það til að ljúka MPA námi mínu við HÍ. Þessa stundina er ég við nám í kínverskum stjórnmálum og stjórnsýslu við Fudan Háskóla í Shanghai.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Jin Mao 88 hæðir
  • Jin Mao hægra megin, hæsta bygging í heimi vinstra megin
  • ...-1_cimg1849
  • Svakalega hátt
  • Hæsta bygging í heim, séð frá 87 hæð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband