8.11.2007 | 13:56
Fyrsti afmælisdagurinn í Kína
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.11.2007 | 12:46
Búðarferð
Það var yndislegt veður þegar ég vaknaði í morgun, heitt og sól. Þegar ég sat úti í morgun og fékk mér morgunmat þá heyri ég í manni koma og þvílíkar ræskingar. Ég hugsaði að núna færi einhver að hrækja og leit á manninn, líklega með þvílíkum svip, en allavega hann hætti við að hrækja og náði í tissjú og spýti í það. Greinilegt að það er hægt að hafa áhrif. En þetta er leiðinlegur ávani hjá fólki hérna þessar eilífu hrækingar. Það eru allir hrækjandi konur og karlar, ungir og gamlir.
Í hádegishléinu þá fór Nancý einn af Kínverjunum með okkur að fá okkur að borða og núna kynntist ég alveg nýju, súpueldhúsi Kínverja. En það er þannig að maður fær skál og setur í hana það maður vill. Ég setti grænmeti, kjúkling og pasta. Þetta er síðan soðið og maður fær þetta í skál. Bara virkilega gott. Ég setti mynd af súpunni og einnig mynd af Nancý í myndaalbúmið.
Eftir skóla í dag fór ég síðan á það sem kallast feik markaður. Það er reyndar búið að banna þá en þegar þeir eru reknir út á einum stað þá finna þeir sér bara nýtt húsnæði til að opna í markað. Þarna var bara gaman. Ég byrjaði á að kaupa mér Louis Vitton tösku til að hafa í skólann og borgaði reyndar alltof mikið fyrir hana. Heilar 3000 kr. hefði örugglega getið fengið hana fyrir 1500 kr., en ég er alveg ný í þessu prútti. Næst keypti ég matprjóna handa Ásgeiri og Biritu. Pakinn með 6 prjónum svakalega fallegt átti að kosta 4000 kr. ég keypti tvo pakka á 1200 kr. En síðan gekk þetta bara vel ég fékk mér bakpoka, Prada seðlaveski og skó í einhverju voðalega fínu merki ásamt Dior skóm. Þá kunni ég sko orðið að prútta Sölumaðurinn sem seldi mér skóna vildi fá sem svara 14000 kr. fyrir bæði pörin, en ég bauð 1000 kr. þá fór hann bara að gráta. Hann sagði mér að fyrir þennan pening gæti hann ekki borgað verksmiðjunni þar sem hann keypti vöruna. Ég sagði honum að það væri ekki mitt mál, ég skyldi bara sleppa því að kaupa skóna ég fengi þá hvort sem er miklu ódýrari á Íslandi. Síðan var þetta svona leikur en ég endaði á að kaupa báða skóna á 2500 kr. og sölumaðurinn var nú bara glaður og ég líka sérstaklega þar sem það er ekki hlaupið að því að fá skó í mínu númeri hérna. Sölumaðurinn lofaði mér líka að eiga alltaf alla þá skó sem mér langaði í til og lét mig hafa nafnspjald ef ske kynni að hann þyrfti að flytja reksturinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.11.2007 | 15:25
Te
Það er mikið drukkið af tei hérna í Kína og getur það verið athöfn að fá sér te. Ég er ekki búin að fara á svona Kínverskt tehús, eins og ég hef séð í bíómyndum en í dag fór ég í tebúð. Tebúðin var nálægt franska hlutanum í Shanghai og var umhverfið allt mjög evrópskt, bara stærra og það eru rúllustigar úti sem maður notar til að geta farið upp á brýr til að fara yfir göturnar. Ég, Lena, Ragnhild og Anna Svea fórum saman. Það kom skemmtilega á óvart að konan sem keyrði leigubílinn sem við tókum er að læra ensku og á meðan á ferðinni stóð æfði hún sig á okkur og jafnframt hafði hún þolinmæði til að skilja kínverskuna okkar. Við sögðum henni allar samviskusamlega frá því hvaðan við værum, ég er búin að æfa mig vel á að segja wú lætsí bindaó (ég er frá Íslandi), en hún hafði aldrei heyrt á það land minnst, en kannaðist bæði við Finnland og Noreg. Þegar við komumst á áfangastað þá byrjuðum við á því að fara á kaffihús sem var bara alveg eins og heima og fengum okkur brauð (sem er yfirleitt ekki á boðstólum) og kaffi. Svakalega gott og svakalega dýrt miðað við verðlagið í okkar hverfi. En eftir að hafa gætt okkur á kræsingunum fórum við að versla og í þessum borgarhluta eru evrópskar stærðir, reyndar mest extra small og small en einnig stærri stærðir. En á milli fatabúðanna rákumst við inn í tebúð og þvílíkar móttökur. Ég og hinar líka vissum ekkert um te. En nú fengum við að vita allt um te. Teið sem stúlkan sagði að væri vinsælast núna og væri svakalega gott fyrir okkur heitir pour (eða hún bar það þannig fram) og er betra eftir því sem það verður eldra og eins er það betra eftir því hvaðan blöðin eru tekin af plöntunni. Það te er ekki gerjað en svart te inniheldur gerjuð laufblöð en ekki það græna. Þetta hafði ég ekki hugmynd um vissi bara að mér finnst jasmín te svo gott. Þessi stúlka sagði mér að jasmín te væri gott fyrir húðina en ég skyldi frekar fá mér hitt. Þetta hitt var reyndar miklu dýrara. Ég þefaði af þessu dýra tei og fann nú bara einhverja graslykt. Stúlkan hefur líklega tekið eftir því að mér þætti ekkert mikið til tesins koma svo hún býðst til að gefa okkur að smakka og kenna okkur að búa til te. Hún tók aðeins af teplötunni og setti í pínkulítinn ketil, setti 90°C heitt vatn yfir laufið sem hún helti af. Sagði að þetta gerði maður alltaf, hellti alltaf fyrstu lögun. Síðan setti hún aftur vatn og síaði teið í könnu sem hún hellti síðan úr í pínku litla bolla. Teið var alveg ágætt en ég fann svo sem ekki mikinn mun á því og bara tei, þá lagaði hún aftur og sagði okkur að þefa af bollunum. Jú þetta var ágætt og telykt af bollunum en ég á langt eftir í að læra að meta hinar mismunandi gerðir af tei. Síðan sagði hún okkur að maður notaði alltaf ákveðinn teketil fyrir hverja gerð af tei. Maður lagar sem sagt ekki jasmin te í katlinum sem maður gerir melrose teið í. Þetta vissi ég ekki, hélt ég væri vel sett með að eiga einn teketil heima. Ég keypti ekkert te í þessari ferð en tók nafnspjald ef ske kynni að lærði að meta te á meðan á dvöl minni stendur.
Bloggar | Breytt 7.11.2007 kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.11.2007 | 09:03
Morgunlesningin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2007 | 09:36
Það er komið sunnudagskvöld hjá mér
Við fórum í gærkveldi í Jin Mo Tower en það er þriðja hæsta bygging heims, við fórum (ég og nokkrir norðmenn) á barinn sem er á 86 hæð og er enginn bar í heimi hærra uppi. Þar fékk ég mér Cosmopiltan, að sjálfsögðu. Til að komast á barinn þarf að taka þrjár lyftur, en maður var enga stund upp, það lá við að manni svimaði lyfturnar fóru svo hratt. Það er verið að byggja hæðstu byggingu í heimi þarna rétt við og á hún að vera tilbúin í desember, en hún er 100 hæðir. Ég er alltaf að verða betri í norskunni og það er bara auka plús að fá æfingu í skandinavískunni hérna í Kína. Ég var bara nokkuð ánægð að í gær var verið að segja brandara á norsku sem kröfðust þess að bera norskuna fram með finnskum hreim,ég skyldi brandarana og þeir voru bara nokkuð fyndnir.
Við erum líka alltaf úti að borða og það er margt skrýtið sem maður fær. Það er engin eldunaraðstaða þar sem ég bý og heldur enginn ísskápur. Í dag fengum við okkur kjúkling, við héldum að þetta væri hefðbundin grillaður kjúklingur en sjáið á myndinni hvernig hann var og takið eftir gogginum, hann er víst svakalega góður. Það er einnig vinsælt hjá þeim að éta lappirnar ekki bara lærin heldur lappirnar sem eru með nöglum. Það er hægt að kaupa þær hérna úti um allt í matvöruverslunum. Ég hef ekki prófað þær.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.11.2007 | 08:13
Réttur nemenda-aðeins öðruvísi en heima
Síðastliðinn þriðjudag voru kynntar nýjar reglur í Shanghai um bætta fjölskylduráðgjöf til giftra nemenda. Giftir nemendur fá nú fría ráðgjöf og greiða skólarnir hluta fæðingarkostaðs að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, giftrar mæður eiga rétt á fæðingarorlofi. Fleiri héruð ætla að fylgja í kjölfarið þar á meðal Yunnan, Jiangsu og Xinjiang.
Fyrir tilkomu þessara reglna var það brottrekstrarsök ef nemendur eignuðust börn. En með þessari nýju reglugerð er nú bannað, að reka gift fólk úr skóla, fyrir það að eignast barn. Haft er eftir skólayfirvöldum að það sé sjálfsagt að fólk gifti sig og eignist börn. Skólayfirvöld eru samt ekki hlynnt barneignum fólks sem er í námi. Nemendur fagna þessum reglum, en telja samt ekki að þær leiði til þess að fleiri nemar kjósi að eiga börn meðan að þeir eru í námi. Álagið í náminu er mikið og flestir þurfa að treysta á framfærslustyrki og það að námsmaður eignist barn getur eyðilagt framtíð hans. Þessi stefnubreyting stjórnvalda kemur í kjölfar reglugerðarbreytingar í landsþinginu fyrr á þessu ári, en þar var kveðiðá um að fullorðnir nemendur í námi ættu rétt á að stofna fjölskyldu. (Cina Daily 03.11.2007)
Framhaldsnemar í Fudan hafa margir hverjir drýgt innkomu sína með vinnu, en nú hafa skólayfirvöld bannað það. Þeir óttast að vinnan komi niður á náminu og að gæði rannsókna verði ekki eins mikil. Það er því brottrekstrarsök ef nemar vinna með náminu, en á móti þá voru framfærslustyrkir nemenda hækkaðir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2007 | 02:33
Strax komin helgi
Skólinn hjá mér er ekki um helgar og var ákveðið að til að loka vikunni myndum við öll fara saman út að borða sem og við gerðum. Skólinn var búinn um hádegi og þá var bara að drífa sig í bæinn og núna var haldið í verslunarkjarna með klæðskerum og efnum og hérna er sko hægt að versla. Ég fékk mér ullarjakka og kápu og hlakkar til að sjá hvernig til tekst að sauma þetta. Eins skoðaði ég pelsa og þeir eru svo flottir og kosta svo lítið.
Tveir af kínversku nemunum þurftu að fara út af hótelinu um helgina en þar sem þeir ætluðu með okkur út að borða um kvöldið þá tók það ekki fyrir þá að fara heim svo að ég og Martha, en við deilum klósetti, leyfðum þeim að geyma dótið sitt og bíða hjá okkur. Skinnin voru bara að bíða allan daginn og voru m.a. að skoða íslensk tímarit sem þeim fannst mjög áhugaverð. Ég sýndi þeim þá einnig nokkrar myndir af heiman þar á meðal af fjölskyldunni og köttunum sem þeim fannst svakalega gaman að skoða. Þau fylgjast sérstaklega vel með því sem maður er að gera og drekka allt í sig, mjög gaman af þeim. Kínverska stúlkan (einmitt sú sem hafði fylgt mér til að kaupa heyrnatólin) fylgdist vel með þegar við vorum að gera okkur klár til að fara út og fannst virkilega viðbjóðslegt að við skyldum vera með meik, sá ekki til hvers, að vera með þennan hvíta eftirsótta lit og fela hann. Hún sagði mér að hún notaði alltaf krem til að vera hvít og finnist mjög gott að vera í Shanghai þar sem hér væri lítil sól. Við fórum á frábæran veitingastað og fengum frábæran mat, þar á meðal mandarín fisk sem er bara frábær, kom mjög á óvart hvað hann var ferskur. Það er gaman að því hvernig þeir bera fram matinn, fiskurinn kom í heilu og logaði eldur úr kjaftinum á honum þegar hann var borinn á borð. Eftir matinn fórum við á rokktónleika. Það er ekki langt síðan, kannski fimm ár síðan rokktónlist var leyfð hérna og hafði enginn af kínversku félögunum farið áður á slíka tónleika en þeim líkaði vel. Enda var bara gaman, tónleikarnir voru haldnir í litlum klúbb á kamunlu (hef ekki hugmynd um hvernig á að skrifa nafnið á þessari götu kamunlu, en ég læri kínverskuna þannig að ég læri að segja orðin og æfi framburðinn við Kínverjana, eitt orð í einu og síðan skrifa ég orðið og hvað það merkir í bók og þegar ég skrifa þá skrifa ég það eftir framburði, það getur enginn notað þessa orðabók nema ég). Þegar við komum var ekki mikið af fólki en köttur eigandans var búin að koma sér vel fyrir í stól. Kötturinn fór á milli fólks og lét klappa sér, ferlega vinalegt. Hljómsveitin var virkilega góð en það er svona spurning hvort veitti meiri athygli hljómsveitin eða við, allavega tóku ljósmyndararnir álíka margar myndir af hljómsveitinni og okkur.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.10.2007 | 16:41
Lífið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.10.2007 | 16:25
Matarvenjur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2007 | 16:23
Andstæður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Helga Stína bloggar frá Kína
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar